Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 31 D A G B Ó K I N Fréttatilkynningin sem gefin var út samhliða þessu vakti tals- verða athygli, ekki síst vegna þess hve stutt hún var. Þar sagði Björgólfur Thor Björgólfs- son, stjórnarformaður félagsins, að vegna „umróts á íslenskum fjármálamarkaði á undanförnum vikum og óheppilegrar opinberrar umræðu um málefni stjórnar félagsins“ hefði stjórn bankans ákveðið að Magnús yrði aftur varaformaður. 28. apríl Hrein eign Íslendinga 10 milljónir á mann Það brá mörgum venjulegum fjölskyldumanninum í brún þegar Greiningardeild KB banka gaf það út að hrein eign heimila í landinu umfram skuldir næmi tæplega þrjú þúsund milljörðum króna og sem hlutfall af lands- framleiðslu hefði það aldrei verið hærra. Bankinn bætti því við að þetta þýddi að hrein eign á hvern Íslending næmi um tíu milljónum króna að meðaltali og var haft orð á því í fréttum að það kæmi mörgum þriggja til fjög- urra manna ungum fjölskyldum á óvart. Greiningardeildin tók inn í útreikninga sína um hreina eign Íslendinga allan lífeyrissparnað, hlutabréfaeign, bíla og húsnæði. Lífeyrissparnaðurinn einn, nemur röskum þriðjungi eignanna. Hrein eign Íslendinga er 10 milljónir á mann. 29. apríl Jón Þórisson til VBS Jón Þórisson, sem lét mjög óvænt af störfum sem aðstoðar- forstjóri Íslandsbanka fyrir einu og hálfu ári, hefur hafið störf hjá VBS fjárfestingarbanka sem áður hét Verðbréfastofan. Jón hóf störf hjá Samson sl. haust. Hann kemur núna til starfa hjá VBS samhliða því að fjárfestingafélag undir hans forystu hefur keypt 5,5% eignarhlut í VBS fjárfest- ingabankanum. Jón mun leiða fyr- irtækja- og viðskiptaþróunarsvið. 30. apríl Bakkavör kaupir stórframleiðanda í eftirréttum Bakkavör Group hefur keypt einn stærsta framleiðanda kældra eft- irrétta í Bretlandi, Laurens Patis- series Limited. Bakkavör greiddi 17,6 milljarða króna fyrir félagið. Það var Barclays sem fjármagn- Magnús Kristinsson varaformaður Straums-Burðaráss. Sérfræðingum Danske Bank er tíðrætt um timbur- menn og gleðskap þegar þeir ræða um sveiflur í efnahagslífinu. Allir vita um áhyggjur þeirra af íslenska hagkerfinu en núna hafa þeir gefið út skýrslu þar sem þeir segja hættu á að danska hag- kerfið sé að ofhitna eftir mjög kröftugt hagvaxt- arskeið í Danmörku. Sér- fræðingar bankans segja að hækkandi olíuverð og vextir geti bjargað danska hagkerfinu frá efnahags- legum timburmönnum, þ.e. kælt hagkerfið niður. Og lækki hagvöxtur á alþjóða- vettvangi og í Danmörku lítillega muni hættan á ofhitnun hverfa af sjálfu sér. 2. maí MEÐ TIMBURMENN Á HEILANUM Lars Cristiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank. Hann virðist vera með timburmenn á heilanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.