Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 40

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 „Fyrsta markmiðið er að hætta að reka RÚV með tapi og þegar því er náð munu eigendurnir, almenningur, fá arðinn greiddan út í formi bættrar dagskrár.“ 14. Hvaða kostnaður er það helst hjá RÚV sem skorinn yrði í burtu með hlutafé- lagsvæðingunni? „Það er erfitt að taka einstaka þætti út úr heildarmyndinni. Reksturinn allur verður skilvirkari.“ 15. En gengur fjárhagsdæmið upp hjá hlutafélaginu RÚV ? „Það er beinlínis gert ráð fyrir að RÚV verði ekki betur sett fjárhagslega með nýjum lögum en þeim gömlu - en heldur ekki verr sett. Sömuleiðis liggur fyrir sú yfirlýsing stjórnvalda að eiginfjárhlutfall hins nýja félags verði 10 prósent. Þetta er ákvörðun stjórnvalda og henni verður að una þótt ég hefði auðvitað kosið sterkari upphafsstöðu.“ 16. Finnst þér ekki skiljanlegt að helsta keppinaut RÚV, 365 miðlum, þyki súrt í broti að keppa við ríkisfyrirtæki eins og RÚV sem getur sótt fé í greipar ríkisins þegar reksturinn stendur ekki undir sér? „RÚV hefur verið rekið með nánast krónísku tapi undangengin allmörg ár. Þetta er þó ekki þannig að ríkið hafi komið og borgað þetta tap rétt sisona heldur hefur verið gengið á eigið fé RÚV sem nú er orðið neikvætt. Auk þess hefur safnast upp skuld við ríkissjóð sem RÚV verður að greiða með einhverjum hætti. Keppinautarnir þurfa sem sé ekki að kvarta yfir því að tapið hafi verið „ókeypis“.“ 17. Hvaða erlenda rík- issjónvarpsstöð tekur þú þér til fyrirmyndar og hvers vegna? „BBC. Bestir í heim- inum, enda með stjarn- fræðilega fjármuni til ráðstöfunar.“ 18. Hyggur þú á miklar mannabreyt- ingar innan RÚV eftir að það verður að hlutafélagi? „Of snemmt að ræða það.“ Y F I R H E I R S L A – P Á L L M A G N Ú S S O N „Ég treysti mér vel til að reka fjölmiðlafyrir- tæki í samkeppni á jafnréttisgrundvelli við 365 og hafa betur. Ríkis- útvarpinu er hins vegar ekki ætlað það hlutverk. Þar er eðlismunur á.“ -Hvert er álit þitt á því að gera RÚV að hlutafélagi? „Það er alveg sama hvaða form er notað ef skerða á réttindi starfsmanna eins og Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stefna að. Ríkisstarfsmenn virðast vera vandræðafólk í augum sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Þeir vilja ekki gera neinar breytingar á frumvarpinu til að mæta óskum starfsmanna. Við sendum inn umsögn um frumvarpið og mættum á fund nefndarinnar en stjórnarflokkarnir vilja ekki gera neitt. Aðeins Samfylk- ingin og Vinstri grænir styðja óskir okkar.“ -Hefur þetta einhverjar breytingar í för með sér? „Já, það verða breytingar á réttindum okkar sem við höfum áunnið okkur í gegnum tíðina og við verðum á lægri launum í kjölfarið. Við höfum enga trygg- ingu fyrir því að við höldum til dæmis stéttarfélagi okkar, aðild að Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og BSRB (þar sem við erum með sumarhús og önnur rétt- indi).“ Formaður Starfsmannafélags RÚV: Réttindi starfsmanna skerðast Gunnar Magnússon, formaður starfsmannafélags Ríkisútvarpsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.