Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 47

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 47
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 47 Almennt er það álitin dyggð á Íslandi að vera fljótur að gera hlut- ina - og þá líka fljótur að taka ákvarðanir. Ein skýringin, sem útlend- ingar sjá á því hvað íslenskir stjórnendur eru fljótir að ákveða sig, er að þeir eru ekkert að eyða tíma í umræður og málamiðlanir. Miðað við vinnuferli í erlendum fyrirtækjum þá sparast heilmikill tími ef umræðum er að mestu sleppt og ekki er verið að liggja yfir að leita málamiðlana - heldur bara fylgt íslensku aðferðinni um að „kýla á það“. „Mér finnst“-nálgunin Annar liður í snöggri ákvarðanatöku er það sem mætti kalla „mér finnst“-nálgunina. Íslendingar treysta fremur á tilfinningu og brjóst- vit en nákvæman undirbúning. Meðan erlendur stjórnandi leggur tíma og fyrirhöfn í að kynna sér málið spáir íslenskur stjórnandi í hvað honum finnist - og er ekki lengi að því. Þó erlendir starfsmenn kunni almennt að meta hraðann mátti heyra á ýmsum að þeim fyndist að íslensku stjórnendunum væri óhætt að gefa meiri gaum að öðru en eigin skoðunum. Almennt taka útlendingar eftir að Íslendingar hlusti gjarnan á aðra - en eru eigi að síður fljótir að grípa til „mér finnst“-nálgunarinnar. Ein klisjan um íslenskt lundarfar er að við höfum skapgerð sauð- kindarinnar, séum sauðþrá. Það er þó ekki sú mynd sem birtist í samtölum við útlendinga: þeim finnst Íslendingar viljugir að skipta um skoðun ef tilefni er til - þeir eru ekkert að bíta sig í vitleysuna. Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður flytur erindi sitt um stjórnunarstíl Íslendinga á aðalfundi Útflutningsráðs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.