Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 Þetta sjá útlendingar sem hæfileika til að bregðast fljótt við og leysa vandann. Þess vegna álíta ýmsir að hröð ákvarðanataka sé hluti af þeim sveigjanleika sem íslenskir stjórnendur sýna yfirleitt. Þessir eiginleikar séu styrkur fremur en veikleiki því þeir gagnist hvort sem gangi vel eða illa og geri íslensk fyrirtæki betur fær um að bregðast við skakkaföllum. Hröð ákvarðanataka er oft álitin veikleikamerki - en það má einmitt einnig líta á hana sem styrk. Einn norskur stjórnandi benti á að „ef menn eru skjótir að taka ákvarðanir og auk þess afkasta- miklir þá eru þessir eiginleikar ekki aðeins gagnlegir... til að ýta undir velgengni heldur einnig þegar á móti blæs!“ Að gera fremur en hugsa Útlendingar taka eftir hvað íslenskir stjórnendur eru fram- kvæmdaglaðir. Þetta fannst sænskum stjórnanda mjög bandarísk afstaða, „í anda Nike-slagorðsins Just do it!“ Í samanburði við erlend fyrirtæki taka útlendingar eftir því hvað íslensk fyrirtæki eru athafnastýrð - laus við umræðumenningu og málamiðlanir eins og áður er nefnt. Það er erfitt að segja hvort hröð ákvarðanataka skapi einbeitingu á framkvæmdir fremur en athugulan undirbúning eða hvort framkvæmdagleðin ýti undir áherslu á hraðar ákvarðanir - staðreyndin er að íslensk fyrirtæki sýnast athafnastýrð. Með erlendum augum eru framkvæmdagleði og hröð ákvarð- anataka tvær hliðar á íslenskum stjórnunarstíl og tengist því þá um leið að íslenskir stjórnendur virðast ekki mjög strategískir í hugsun. Með orðum dansks stjórnanda eru nákvæmnisatriði „ekki þeirra sterkasta hlið“ og þeir eru „heldur mikið í því að prófa sig áfram frekar en að leggja áætlanir“. Þegar kemur að undirbúningi framkvæmda virðist vera allur annar gangur á í íslenskum fyrirtækjum en gerist í nágrannalönd- unum. Danskur stjórnandi nefndi að danska framkvæmdamódelið væri 80% undirbúningur 20% framkvæmd. Hjá Íslendingum virtist það 10% undirbúningur, 80% framkvæmd og 10% leiðréttingar. Þessi nálgun útheimtir að menn séu tilbúnir til að samþykkja frekar há skekkjumörk og tilbúnir til að leggja í kostnað við að leiðrétta mistökin. Liður í þessu framkvæmdamódeli íslenskra fyrirtækja er þá að ekki þýðir að leita að þeim sem gerðu mistökin heldur leggja áherslu á að leiðrétta kerfið - og það sýnist ýmsum erlendum stjórnendum einnig vera hluti af íslenska framkvæmda- módelinu. Þeir sem meta hraða sem kost kunna vel að meta þessa athafna- stýrðu stjórnun. Danskur stjórnandi fyrirtækis í íslenskri eigu sagðist ánægður með íslensku eigendurna, ánægður að vera laus við „aðgerðalamaða danska stjórn sem uppgötvar vandamálin of seint!“ Þær raddir heyrðust meðal útlendinganna að íslenskir stjórn- endur ættu það til að hugsa um eitt í dag og annað á morgun; með öðrum orðum að þá skorti úthald til að fylgja hlutum eftir. Menn veltu fyrir sér hvort þetta væri hluti af hröðum vexti og frumkvöðla- anda - en þess konar sveigjanleiki væri ekki með öllu heppilegur til lengdar. Frumkvæði og ábyrgð Krafa um að starfsfólk sýni frumkvæði er eitt það fyrsta sem erlendir starfsmenn íslenskra fyrirtækja taka eftir: það kemur þeim mjög framandlega fyrir sjónir hvað Íslendingar búast við miklu frumkvæði af starfsmönnum. Þetta er oft einn helsti munurinn sem þeir finna þegar Íslendingar kaupa fyrirtæki. Veigamikil áskorun fyrir íslenska stjórnendur sem ætla að koma íslenskum strúktúr (eða strúktúrleysi!) inn í erlent fyrirtæki er að átta sig á þessari afstöðu erlendu starfsmannanna og ná tökum á að fá þá til að sýna frumkvæði. Íslenskur stjórnandi sagði mér nýlega að vissulega væru til skil- greind vinnuferli í fyrirtækinu en þau væru nú bara í möppum inni í skáp. Þegar íslensk fyrirtæki eru skoðuð með erlendum augum Í S L E N S K I R S T J Ó R N E N D U R Í A U G U M N O R Ð U R L A N D A B Ú A 1. NORÐURLANDABÚAR kunna almennt að meta íslenska andann, kunna að meta snerpuna og hressileikann. Stærsti aðdáendaklúbbur íslensku fyrirtækjanna erlendis eru útlendu starfsmennirnir þeirra! 2. ANNAR LIÐUR Í SNÖGGRI ákvarðanatöku er það sem mætti kalla „mér finnst“-nálgunina. Íslendingar treysta fremur á tilfinn- ingu og brjóstvit en nákvæman undirbúning. 3. Í SAMANBURÐI VIÐ ERLEND fyrirtæki taka útlendingar eftir því hvað íslensk fyrirtæki eru athafnastýrð - laus við umræðu- menningu og málamiðlanir eins og áður er nefnt. 4. MEÐ ORÐUM DANSKS stjórnanda eru nákvæmnisatriði „ekki sterkasta hlið Íslendinga“ og þeir eru „heldur mikið í því að prófa sig áfram frekar en að leggja til áætlanir“. 5. DANSKUR STJÓRNANDI nefndi að danska framkvæmdamód- elið væri 80% undirbúningur 20% framkvæmd. Hjá Íslendingum virtist það 10% undirbúningur, 80% framkvæmd og 10% leiðrétt- ingar. 6. ÞAÐ KEMUR ERLENDUM starfsmönnum íslenskra fyrirtækja mjög framandlega fyrir sjónir hvað Íslendingar búast við miklu frumkvæði af starfsfólki. 7. ÚTLENDINGAR ERU EINMITT oft hræddir við að taka frum- kvæði og axla þá ábyrgð sem því fylgir. Þeir hugsa sem svo að það sé betra að gera ekki neitt í stað þess að gera einhverja vitleysu. 8. NOKKRIR ERLENDU STJÓRNENDANNA nefndu að íslensku eigendurnir væru góðir í að deila ábyrgð og væru þolinmóðir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.