Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 þeim fyrir í krukkunni. Þegar krukkan var orðin full og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana spurði hann: „Er krukkan full?“ Nemendurnir svöruðu: „Já.“ „Jæja?“ sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Síðan sturt- aði hann dálitlu af möl í krukk- una og hristi hana um leið, sem orsakaði það að mölin komst niður í holrýmin á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur: „Er krukkan full?“ Í þetta sinn grunaði nemendur hvað hann var að fara. „Senni- lega ekki,“ sagði einn þeirra. „Gott,“ svaraði sérfræðing- urinn. Hann teygði sig aftur undur borðið og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna. Enn spurði hann: „Er krukkan full?“ „NEI!“ sögðu nemendurnir. Aftur svaraði hann: „Gott!“ Því næst tók hann könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full. Svo leit hann á bekkinn og spurði: „Hver er tilgangur þessarar sýnikennslu?“ Einn uppveðraður nemandi rétti upp hönd og sagði: „Þú ert að reyna að sýna fram á að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er, það er alltaf hægt að bæta fleiri verk- efnum við ef þú virkilega reynir!“ „Nei,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég er að reyna að sýna fram á það að ef þú setur ekki stóru steinana í krukkuna fyrst, þá kemur þú þeim aldrei fyrir.“ Síðan segir Ingrid: „Hverjir eru „stóru steinarnir“ í lífi þínu? Börnin? Ástvinir þínir? Námið? Áhugamálin? Verðugt mál- efni? Að gera það sem þér þykir skemmt- ilegt? Tími fyrir sjálfan þig? Heilsan? Mak- inn? Ef þú setur þessa STÓRU STEINA ekki í krukkuna fyrst þá muntu aldrei koma þeim fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum fyllirðu líf þitt með atriðum sem skipta í raun ekki máli. Um Parkinsons-lögmálið í tímastjórnun segir Ingrid: „Flestir eru á því að það sé erfiðara að stjórna tímanum þegar lítið er að gera.“ Síðan segir hún frá lögmáli Parkisons sem gengur út á „að við eyðum í verkefni þeim tíma sem við höfum, en ekki þeim tíma sem verkefnið tekur. Verkefni fylla upp í tímann. Ef það er bara eitt verk- efni sem á að ljúka við í dag þá erum við allan daginn að því.“ Næsti kafli í bókinni er um markmiðs- setningu og áætlanagerð og er ég mjög hrifinn af þessum kafla. Hann er sérlega gagnlegur. Ég ætla samt ekki að fara mikið frekar út í hann hérna, heldur leyfa ykkur að eiga hann algerlega inni þegar þið lesið bókina. Þó kemst ég ekki hjá að vísa í nokkrar línur í þessum kafla um fólk sem setur sér ekki markmið, en það eru jú flestir, og segj- ast „bíða eftir morgundeginum“. Þessi saga snýr auðvitað líka að því hvort við séum hamingjusöm. „Í einni rannsókn spurði sálfræðingur þrjú þúsund einstaklinga hvað þeir lifðu fyrir. Flestir sögðust bara njóta dagsins í dag og bíða eftir einhverju - því að fara á eftirlaun, verða rík, vinna í lottóinu, að börnin færu að heiman. Flestir voru að bíða eftir morgundeginum, en gleymdu því að allt sem við höfum er dagurinn í dag því að gærdagurinn er farinn og morgun- dagurinn kemur kannski aldrei.“ Það er fróðleg lesning og mikilvæg þegar Ingrid sýnir okkur með dæmum hvernig við eigum að setja okkur markmið. Hún setur þetta í nokkur þrep og er langt síðan ég hef séð þetta gert eins vel og skilmerkilega - og í jafn stuttu máli. Í kaflanum Að takast á við ytri tíma- þjófa er af mörgum gagnlegum ráðum að taka. Hún fjallar nokkuð um símavenjur og hvað við getum gert þegar hringt er í okkur og eins hvað við getum gert þegar við hringjum - sem og hvernig við eigum að bregðast við þegar við fáum óvæntan gest til okkar. SÍMAVENJUR SEM GETA SÓAÐ TÍMA OKKAR: • Of mikið spjall um daginn og veginn. • Undirbúningnum er ábótavant. • Óskýr samskipti. • Að svara símtölum þegar verið er að einbeita sér að mikilvægu verkefni. • Að beita ekki virkri hlustun. Þá er Ingrid með stórskemmtilegar pælingar um opið vinnurými sem núna er mjög í tísku. Hún ræðir þar á mjög skipu- lagðan hátt um galla opins vinnurýmis og hvað sé til ráða til að draga úr truflunum vegna opins rýmis á vinnustöðum. Lokakaflinn í bókinni leynir mjög á sér en þar leggur Ingrid æfingu fyrir lesendur og kallast hún „Óskastundin“. Fróðleg æfing og eins konar próf sem knýr lesand- ann til að byrja að nýta sér bókina. Ég hvet alla - hvort sem þeir eru í við- skiptalífinu eða ekki - til að lesa bókina. Við fólk, sem er um tvítugt, vil ég segja þetta: Hvað sjáið þið ykkur vera að gera um fertugt? Við fólk um fertugt spyr ég: Hvar sjáið þið ykkur stödd í lífinu um sextugt? Og ef þið hefðuð hæfileika til að gegna öllum störfum í heimi - hvaða starf mynduð þið velja ykkur? Einfaldar spurningar en svörin eru flóknari en margur heldur. Lesið bók- ina. Bókin Tímastjórnun í starfi og einkalífi er í bókaflokknum Starfskraftur sem Edda gefur út og er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu og færni starfsfólks. T Í M A S T J Ó R N U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.