Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 62

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 H ann er frumkvöðull og baráttumaður. Þannig verður Ólafi Sigurvinssyni best lýst. Hann lenti í alvarlegu slysi þegar hann var nítján ára og lét ekki deigan síga heldur ákvað upp úr því að drífa sig í tölvunarfræði. Tölvur voru eitthvað fyrir hann. Núna er hann einn þriggja eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins MerkurPoint, sem sérhæfir sig í verslunar- og afgreiðslu- kerfum, og er með sextán starfsmenn í vinnu, þar af átta í Svíþjóð. Ólafur hefur síðastliðin fimmtán ár unnið á Íslandi, í Noregi, Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Luxemburg. Hann segist hafa fært sig núna eingöngu yfir í að þróa verslunarkerfi fyrir smásölu og þjónustu- fyrirtæki. Áhugi hans á verslunarkerfum kviknaði þegar hann vann stórt verkefni fyrir Baug Group í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Eigendur MerkurPoint Meðeigendur Ólafs að MerkurPoint eru þeir Magnús Antonsson og Yngvi Þór Jóhannsson. Fyrirtækið fram- leiðir verslunarkerfið MerkurPos sem Yngvi bjó til frá grunni fyrir um sex árum síðan ásamt eiginkonu sinni, Ingu Dögg Ólafsdóttur. „Upphaflega kviknaði hugmyndin að kerfinu þegar faðir Yngva var að leita að verslunarkerfi fyrir verslun sína en fann enga heildarlausn fyrir reksturinn. Þá hófst þróunin á kerfinu sem síðan virkaði svo vel að þau hjónin ákváðu að selja fleirum afnot af því,“ segir Ólafur. „Magnús og ég komum inn í þetta fyrirtæki í mars síð- astliðnum með aukið fjármagn til að geta farið með fyr- irtækið í útrás, en ég kynntist kerfinu upphaflega þegar ég starfaði hjá Tæknivali á síðasta ári. Ég sá að Merkur- Pos virkaði best af þeim kerfum sem í boði voru og setti mig því í samband við Yngva með samstarf í huga.“ Þegar er fyrirtækið komið með skrifstofu í Stokk- hólmi, hún mun annast þjónustu við Norðurlönd, og ætlunin er að opna skrifstofur víðar í Evrópu í náinni framtíð. Starfsmenn MerkurPoint eru nú sextán, átta í Skeifunni 7 og aðrir átta í Stokkhólmi. Ólafur er 42 ára, fæddist í Hafnarfirði árið 1964 og bjó þar til sex ára aldurs. „Þá skildu foreldrar mínir og ég flutti til ömmu minnar á Stað í Reykhólasveit. Þar bjó ég í þrjú ár og flutti þaðan til föður míns á Stokkseyri.“ Að sögn Ólafs þótti hann fremur óstýrilátur og illvið- ráðanlegur sem barn enda afskaplega „hugmyndaríkur og uppátækjasamur“ að mati venslamanna hans. Þeir eiginleikar hafa fylgt honum að vissu marki síðan, en hann lærði að beisla þá og beina þeim í annan farveg en áður og þeir nýtast honum án efa í því frumkvöðlastarfi sem hann hefur unnið að í gegnum tíðina. Ólafur stofnaði Islandia Internet árið 1995, meðal annars ásamt Magnúsi Antonssyni, sem er einnig eig- andi að MerkurPoint, og Pétri Péturssyni sem er fram- kvæmdastjóri MerkurPoint í Svíþjóð í dag. Þá má einnig nefna að Ólafur starfaði fyrir hugbúnaðarfyrirtækið OZ bæði í Boston og Stokkhólmi. Hugbúnaðurinn MerkurPos En við hvað er MerkurPoint að fást? „Það býður upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu í sam- starfi við Tæknival sem leggur til vélbúnaðinn. Hugbún- aðurinn MerkurPos byggir á einu grunnkerfi en hefur fjöldann allan af viðbótarkerfum sem eru sérsniðin fyrir mismunandi svið, t.d. veitingastaði, efnalaugar, Ólafur Sigurvinsson lenti í alvarlegu slysi á sjó þegar hann var nítján ára. Þá ákvað hann að fara í tölvunarfræði. Núna er hann einn þriggja eig- enda hugbúnaðarhússins MerkurPoint sem sérhæfir sig í verslunar- og afgreiðslukerfum. FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR MYND: GEIR ÓLAFSSON H U G B Ú N A Ð U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.