Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 71

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 71
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 71 Ástkona Mellors sagði síðar frá því að hún hefði eingöngu gert þetta fyrir peningana - en átti reyndar eftir að iðrast þess biturlega því málið rústaði leikferli hennar og hefur skyggt á allt líf hennar síðan. Peningarnir urðu því skammgóður vermir. Lítill hópur manna, kallaðir „publicists“ á ensku, sérhæfir sig í að vera umbar þeirra sem hafa sögu að segja gagnvart fjölmiðlum. Þeir veita skjólstæðingum sínum ráð um hvernig þeir eigi að koma fram, hvernig þeir eigi að hegða sér - og setja upp verð sem þeir taka svo auðvitað hlut af. MAX CLIFFORD Sá harðsnúnasti er Max Clifford, 63 ára og núorðið jafnfrægur og margir þeirra sem hann er fulltrúi fyrir. Þeir sem hafa góða sögu að segja snúa sér fyrst til hans. Það gerði til dæmis Tracey Temple, ritari Prescotts. Þegar Clifford var spurður í útvarpsviðtali hvort það væri rétt að Temple hefði fengið 100 þúsund pund, um 13,5 millj- ónir íslenskra króna fyrir sögu sína, hnussaði fyrirlitlega í Clif- ford, talan væri fjarri lagi. „Nei, ekki svo mikið?“ spurði frétta- maðurinn og honum virtist létt. „Jú, býsna miklu meira,“ var svarið. Sambýlismaður Temple, sem kom sögunni í fjölmiðla, virðist hins vegar ekki hafa haft vit á að sækja sér svona þjón- ustu enda ekkert frést um greiðslur til hans. Það var áhugavert að sjá að Clifford tók þarna þátt í að koma höggi á stjórn Verka- mannaflokksins því hann var stuðningsmaður þess flokks á síðasta áratug. Clifford lýsti yfir persónulegu stríði gegn Íhaldsflokknum og Major því Clifford átti fatlað barn og áleit að flokkurinn vanrækti slík börn. Núna getur þó Verkamannaflokkurinn farið að kvíða því að Clifford lýsti því nýlega yfir að hann ætlaði að hafa augun á stjórn- málamönnum, án tillits til flokka, og koma upp um þá sem ekki hegða sér í samræmi við opinberar siðareglur. Eins gott fyrir stjórnmálamenn að passa sig því hjá Clifford starfar hópur fólks sem vinnur við að rannsaka mál og ábendingar sem þeim berast. Við nánari athugun er ljóst að það er til eitt nærri óbrigðult ráð fyrir stjórnmálaflokka til að sleppa við soraleg mál: Í ljósi þess að stjórnmálakonur lenda næstum undantekningarlaust aldrei í svona er bara að láta konur fylla öll sæti, jafnt á þingi sem í ríkisstjórninni! Ekki satt? L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Frétt Morgunblaðsins frá 2. maí um vanda Tony Blair vegna hneykslismála. John Prescott, varaforsætisráð- herra Bretlands, missti allt nema titilinn og kaupið vegna framhjá- halds.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.