Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 76

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 SUMARIÐ R Í K U S T U M E N N N O R E G S John Fredriksen er ekki ríkasti maður Noregs. Hann skipti um ríkisfang í vor en hann er samt ríkasti Norðmaðurinn samkvæmt lista norska viðskiptaritsins Kapítal. Eignir hans eru metnar á jafnvirði um 400 millj- arða íslenskra króna. Það þýðir að hann er tvöfalt ríkari en til dæmis Björgólfur Thor Björgólfsson. Fredriksen er í 10. sæti á listanum yfir auðugustu menn búsetta í Englandi. Hús hans í Lundúnum er metið á jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna. Fredriksen er ómenntaður vinnuþjarkur og að sögn kunnugra með ótrúlegt fjármála- vit. Þegar Fredriksen kaupir hlutabréf stíga bréfin ört í verði vegna þess að margir minni spámenn ætla að verða ríkir á að gera alveg eins og hann. Þetta eru svokallaðir bjöllusauðir og þeir hafa leitt til þess að gengi bréfa í fyrirtækjum Fredriksens hefur náð ótrúlegum hæðum í vetur. Fallið hefur líka verið mikið í vor eftir að bjöllusauðirnir tóku að óttast hrun í kauphöllinni í Ósló. Fredriksen veitir aldrei viðtöl og er hálf- gerður huldumaður - kafbátur. Hann á konu og tvær dætur en þær mæðgur sjást aldrei opinberlega. Hann er fæddur árið 1944, sonur logsuðumanns og alinn upp í Austur- bænum í Ósló, fjarri hverfum hinna ríku og fínu í Vesturbænum. Fredriksen byrjaði fyrir 1980 að nurla saman fé í útgerð sem hann kallaði Ettestad Line. Fyrir Norðmenn er nafnið hlægilegt því við Etterstad í Ósló eru bara sóðalegustu bílabúðir og partasölur lands- ins. Nafnið undirstrikar að Fredriksen er lágstéttarmaður. Síðar kallaði hann félag sitt Frontline og það er nú stærsta útgerð olíuskipa í heiminum með um 70 tankskip. Frontline var í framlínunni í stríði Íraka og Írana allan níunda áratug síðustu aldar. Fredriksen tók þá mikla áhættu og flutti olíu fyrir klerka- stjórnina í Teheran. Hann fékk viðurnefnið,,- líftaug klerkanna“ og varð mjög ríkur. Af siðferðinu fór færri sögum. Eftir þetta hefur ríkidæmi hans aukist jafnt og þétt. Auk skipanna á hann miklar eignir í olíuborpöllum og í laxeldi. Undir lok síðasta árs var norsku laxeldi að blæða út. Áður en nokkurn varði hafði Fredriksen tryggt sér yfirráðin í tveimur stærstu laxeld- isfyrirtækjunum, Pan Fish og Fjord Seafood, og með þeim yfirráð yfir fjórðungi af heims- markaði fyrir eldislax. Skömmu eftir að Fredriksen keypti rétti laxeldið út kútnum og nú græðir Fredriksen á laxinum eins og öllu öðru. Hann langar í þriðja stóra eldisfyrirtækið, Chermac, en fær ekki. Ríkið á það og sala ríkisfyrirtækja er ekki á dagskrá í Noregi. Olav Thon er nú ríkasti maður Noregs eftir að John Fredrik- sen varð Kýpurbúi. Hann er fæddur árið 1923, yngsti sonur búenda á bæ nokkrum í Hallingdal á Upplöndum Noregs. Hann hefur tvö refa- skinn í skjaldarmerki sínu. Það eru skinnin sem hann seldi í kreppunni miklu fyrir 600 krónur hvort og myndaði arðurinn startkapít- alið í því sem nú heitir Olav Thon Gruppen. Bóndasonurinn Olav Thon á nú jafnvirði um 170 milljarða íslenskra króna að mati norska viðskiptaritsins Kapítal. Thon er enn bóndasonurinn. Hann lifir spart og er alþýðlegur í framkomu. Á stjórn- arfundum í fyrirtækinu mega menn þakka fyrir að fá vínarbrauð. Meiru er ekki hægt að eyða í óþarfa. En hann er enginn huldu- maður, öðru nær. Olav Thon brosir við öllum og heilsar öllum, háum sem lágum, kump- ánlega. Eignir Thons eru allar í húsnæði. Hann á keðju hótela, sem hann kennir við sjálfan sig, og fjölda verslanamiðstöðva í Noregi og Svíþjóð. Hann á líka skemmtistaði og skrif- stofuhúsnæði. Að sögn Kapítal er erfitt að meta eigur hans því engin veit raunverulegt söluverðmæti fasteignanna. Stein Erik Hagen er upphaflega kaupmaður en hefur selt búðir sínar og er nú fjárfestir með mörg járn í eldinum. Hann er talinn eiga jafnvirði 150 milljarða íslenskra króna. Mest verðmæti er í stórum eignar- hlut í fjárfestingarfyrirtækinu Orkla, sem oft er í fréttum. Orkla á meðal annars Orkla Media sem er til sölu og rætt hefur verið um að Dagsbrún á Íslandi gæti keypt. Orkla á líka meirihluta í Elkem sem á Járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga. Stein Erik er harðsnúinn fjáraflamaður. Viðskiptaritið Kapital segir að hann neyti jafnan aflsmunar fái hann færi á því. Hann á fyrir vikið marga óvini, líka meðal meðeig- enda sinna í Orkla. En hann á líka vini og þar á meðal Harald Noregskonung. Odd Reitan er kaupmaður og bara kaupmaður. Hann erfði upphaflega litla matvöruverslun í Þrándheimi og á nú yfir þúsund búðir, flestar undir nafninu Rema 1000. Hann er talinn eiga jafnvirði 120 milljarða íslenskra króna. Ólíkt Stein Erik Hagen er Odd Reitan vinsæll maður. Hann iðkar alþýð- legar listir eins og gömlu dansana og hefur gaman af lúðrasveitartónlist. Honum þykir vænt um þessa ímynd sína en hins vegar hefur veldi hans lítið vaxið síðustu ár. Kjell Inge Rökke kemur á eftir þessum mönnum í röð auð- manna. Hann er nú talinn eiga minnst jafnvirði 100 milljarða íslenskra króna. Verðmæti eignanna er þó breytilegt vegna óstöðugleika á gengi hluta- bréfa í fyrirtækjum hans. Fall hlutabréfa í kauphöllinni í Ósló í vor hefur komið illa við Rökke. Hann var mun ríkari í vetur. Fyrr á öldinni leit út fyrir að Rökke yrði gjaldþrota en hann hefur náð sér á strik eftir mikla hagræðingu í rekstri. Núna eru umsvif Rökkes mest í skipasmíðum. Hann á skipasmiðjur í Finnlandi, Þýskalandi, Nor- egi og Bandaríkjunum og hann er stærsti togaraeigandi í Noregi með 16 skip á sjó að jafnaði í norskri landhelgi en mörg frystihús í landi. Ríkustu menn Noregs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.