Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 90

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN TÆKNIVAL: Tæknival flutti höfuðstöðvar sínar 24. apríl sl. í glæsilegt húsnæði í Síðumúla 24-26. Húsnæðið er talsvert stærra en fyrra húsnæði í Skeifunni, hentar betur undir frekari vöxt fyrirtækisins og gefur aukið rými og möguleika til að þjóna viðskiptavinum okkar enn betur,“ segir Halla F. Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Tæknivals. Flutningurinn kemur í kjölfar breytts eignarhalds, en Eignarhaldsfélagið Byr ehf. keypti Tæknival í mars sl. Framvegis verður lögð áhersla á þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þessar áherslu- breytingar í rekstrinum eigi eftir að efla Tæknival í framtíðinni. Verslunin hefur verið seld, hún er nú í eigu Haga og verður áfram í Skeifunni 17. Þjónusta og verkstæðismóttaka verður áfram á einum stað í Síðumúla 24-26. Við eigendaskiptin tók Magnús V. Snædal við sem forstjóri fyrir- tækisins. Hann er rekstrarfræðingur, sem áður gegndi starfi gæða- og starfsmannastjóra Þekkingar hf. Að Byr ehf., sem keypti Tæknival, standa m.a. sömu aðilar og eiga meirihluta í upplýsingatæknifélaginu Þekkingu. Söludeild með fullkominn sýningarsal Nýja húsnæði Tæknivals hf. er í Síðumúla 24-26. Á annarri hæð er verkstæðismóttaka og lager og á þriðju hæð sölu- og þjónustusvið ásamt fjármálasviði. Þar verður einnig stórglæsilegur sýningarsalur þar sem hægt verður að skoða vörur og lausnir sem Tæknival hefur upp á að bjóða og þar geta viðskiptavinir skoðað vörurnar uppsettar. Á fjórðu hæð er mötuneyti og aðstaða fyrir starfsfólk ásamt möguleikum til að halda kynningar og námskeið. „Meðal vörumerkja sem Tæknival og Tæknival - verslun bjóða eru Fujitsu Siemens, EMC, Xerox, Toshiba, Microsoft, Epson og Logitech, allt viðurkennd gæðamerki í upplýsinga- tækni og með þeim stærstu í heimi, hvert á sínu sviði. Fujitsu Siemens er eina vörumerkið á íslenskum markaði sem fram- leiðir tölvur sem hlotið hafa umhverfismerkið Svaninn en að auki má nefna að Fujitsu Siemens fartölvur eru með einna lægsta bilanatíði sem um getur samkvæmt PC Magazine,“ segir Halla. „Við munum nú sem fyrr leggja áherslu á að bjóða upp á persónulega og góða þjónustu við núverandi og framtíðarviðskiptavini. Tæknival státar af um 50 manna starfsliði, góðu og reyndu starfsfólki sem sumt hefur starfað hjá fyrirtækinu í yfir 10 ár. Byggt verður á því trausti sem fyrirtækið nýtur á markaðnum og haldið áfram að efla þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Stefnan og markmiðið númer eitt er að efla og styrkja fyrirtækið. Ný ásýnd Tæknival mun líka á næstu vikum fá nýja ásýnd þar sem við ætlum að færa okkur aftur yfir í bláa litinn sem svo margir þekkja okkur af, og höfum við einungis fært hann í nútímalegra horf. Tæknival - verslun í Skeifunni mun halda appelsínugula litnum áfram á lofti og höfða til neytenda, en „business-hlutinn“ í Síðumúlanum verður blár,“ segir Halla og brosir sínu blíðasta. Tæknival flytur Halla S. Kristjánsdóttir er markaðsstjóri hjá Tæknivali. Tæknival – verslun mun áfram vera í Skeifunni 17. Tæknival mun leggja áherslu á að þjóna fyrir- tækjum og stofnunum með heildarlausnum á tölvubúnaði ásamt við- gerðar- og netþjónustu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.