Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 95

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 95
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 95 Lára V. Júlíusdóttir lögfræð- ingur gengur reglulega enda bendir hún á að ganga sé eðlileg hreyfing og eitt það besta sem til er. Hún er auk þess í leikfimi fjórum til fimm sinnum í viku á vet- urna. „Ég fer í göngutúra vegna þess að þetta er góð líkamsþjálfun og það er gott að vera úti í náttúrunni. Ég geng alltaf eitthvað í hverri viku og það líður aldrei sú helgi að ég fari ekki í göngutúra. Ég bý í Smáíbúð- arhverfinu og fer einmitt „stífluhringinn“ um helgar; þá geng ég að heiman inn í Elliðaárdalinn og upp að rafveituhúsinu, stíflunni eða sundlauginni í Árbænum.“ Þess má geta að Lára gekk nýlega á Hvannadals- hnjúk. „Ég æfði mig í allan vetur fyrir þessa göngu og gekk nokkrum sinnum á Esjuna.“ Lára og eiginmaður hennar eiga sumarbústað á Arnarstapa og þegar þau eru fyrir vestan ganga þau oft gamla leið út að Hellnum. „Við erum innan við klukku- stund hvora leið. Það er gott að vera úti í náttúrunni og kynnast landinu.“ Sigfús Ragnar Sigfússon - Sigfús í Heklu - og eig- inkona hans, María Sólveig, voru í Víetnam fyrir nokkrum árum. Þar sáu þau hve margir óku um á mótorhjólum. „Konan var svo hrifin af þessu að ég gaf henni mótorhjól í afmælisgjöf fyrir fjórum árum. Það var ómögulegt að hafa hana eina á mótorhjóli þannig að ég keypti líka mótorhjól fyrir mig.“ Sigfús segir að skriflega prófið hafi vafist fyrir þeim. „Við féllum bæði í fyrsta skipti við litla gleði.“ Hjónin náðu síðan prófinu. „Við hjólum mest í Reykjavík. Auk þess hjólum við í nágrenni borgarinnar eins og til dæmis til Þingvalla og Eyrarbakka. Við hjólum reyndar bara í góðu veðri. Það er nauðsynlegt að vera varkár vegna þess að mótorhjólafólk mætir oft talsverðu tillitsleysi í umferð- inni.“ Sigfús segir að þegar á mótorhjólið sé komið verði frelsistilfinning öllu yfirsterkari. „Við förum á staði sem við færum annars ekki á. Þetta er öðruvísi ferða- máti og ómetanlegt að hafa konuna með í sportinu. Eitt það besta sem til er Öðruvísi ferðamáti Lára V. Júlíusdóttir: Sigfús Ragnar Sigfússon: Mótorhjólafólk sem hittist á förnum vegi spjallar gjarnan saman og er það líka krydd í sportið. Svo er skemmtilegur siður á meðal mótorhjólafólks að gefa smá nikk með vinstri hendi þegar hjólafólkið mætist í umferðinni.“ Lára V. Júlíusdóttir (fremst). Hjónin María Sólveig Héðinsdóttir og Sigfús R. Sigfússon..
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.