Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 102
Það fer ekki á milli mála að ískalt vatn úr vatnskæli frá Kerfi hressir hvern þann sem fær sér sopa. Kerfi er ekki aðeins með vatns-
kæla og gæðavatn upprunnið í vatnsbólunum
í Kaldárbotnum heldur líka með mikið úrval af
kaffivélum og kaffi sem henta fyrirtækjum af
öllum stærðum og jafnvel heimilum líka.
Kerfi ehf. er til húsa að Flatahrauni 5b. Fyrir-
tækið þjónar bæði stofnunum og fyrirtækjum,
sér þeim fyrir vatni og vatnskælum, kaffi og
kaffivélum, g-mjólk, ásamt öllum rekstrarvörum,
svo sem einnota plastvörum, eldhúspappír, hrein-
lætisvörum og salernispappír.
Atli Már Bjarnason, framkvæmdastjóri Kerfis,
segir að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2002 og þá einvörðungu
með vatnssölu og leigu á vatnskælum í huga. Vöxtur fyrirtækisins
hefur verið gríðarlegur milli ára og starfsmenn Kerfis eru nú 12
talsins. Árið 2004 snéru menn sér svo að sölu á kaffi og kaffivélum.
Í boði eru 30 tegundir ítalskra og hollenskra kaffivéla sem henta
bæði stórum og smáum fyrirtækjum. Kaffið í vélarnar er frá Ítalíu,
Spáni og Panama.
Hafnfirskt gæðavatn Vatnið og vatnskælarnir hafa frá byrjun verið
eins konar aðalsmerki Kerfis. Vatnið er upprunnið í Kaldárbotnum
og er því hafnfirskt gæðavatn. Það er tappað á 19 lítra flöskur í verk-
smiðju Kerfis og þaðan aka sex bílar alla daga með vatn og aðrar
vörur fyrirtækisins um höfuðborgarsvæðið, suður með sjó, austur í
Hveragerði og á Selfoss og upp á Akranes og í Borgarnes. Fyrirtæki
og stofnanir gera sérstaka þjónustusamninga og
í samkvæmt þeim koma starfsmenn Kerfis einu
sinni í mánuði, yfirfara vélar og bæta á birgð-
irnar eftir þörfum, sama hvort er vatn, kaffi eða
aðrar rekstrarvörur.
Töluverður sparnaður getur falist í því fyrir
fyrirtæki að vera með sjálfvirka kaffivél í stað
þess að alltaf sé verið að hella upp á upp á
gamla mátann. Ekki þurfi heldur starfsmann
til að sjá um uppáhellingar og einnig komast
menn hjá því að hella niður kaffi í lok vinnu-
dags. Vatnskælarnir eru ekki síður vinsælir en
kaffivélarnar og í mörgum tilfellum draga þeir
úr kaffidrykkju, enda vatnið gott og vissulega
hollara en kaffi, þótt kaffið hafi sína kosti.
Atli Már segir að nokkrar sveiflur séu á vatns- og kaffidrykkj-
unni en venjulega fari meira vatn á sumrin en kaffidrykkja aukist
á veturna.
Vatnskælar heima og í bústaðinn Rétt er að taka fram að ýmsir
eru farnir að vera með vatnskæla á heimilum sínum. Þykir það
góður kostur því börn hafa gaman af að drekka vatnið úr kælinum
og hallast þá fremur að því en öðrum óhollari drykkjum. Þar sem
sumarið er framundan mætti benda á að vatnskælar henta ekki
síður í sumarbústaðinn, þar sem vatnið er misgott á sumarbústaða-
svæðum og ágæti Kaldárbotnavatnsins er óumdeilt.
Hæð 460 mm
Breidd 315 mm
Dýpt 395 mm
Þyngd 9,2 kg
Spenna 220 – 240 V
Orku notkun 1,3 kW
Vatnstankur 2,3 l
KERFI EHF:
Vatnið hressir og kaffið bætir
Kerfi ehf. hefur lagt sér-
staka áherslu á að kynna
vatnskæla sína á leik-
skólum, enda fátt heilsu-
samlegra fyrir börn en
að drekka gott vatn.
K
Y
N
N
IN
G
SUMARIÐ ER TÍMINN
102 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
Atli Már Bjarnason framkvæmdastjóri við nokkrar af kaffivélunum frá Kerfi.