Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 114

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN GLERAUGAÐ: Þ arfir þeirra sem nota gleraugu eða linsur eru breytilegar og lausnir ótrúlega margar að sögn Kristins Kristinssonar, sjóntækjafræð-ings og eiganda Gleraugans í Bláu húsunum í Fenjunum, nánar til tekið að Suðurlandsbraut 50. Þar geta veiðimenn, golfarar, íþrótta- menn, fólk sem vinnur á tölvur og fjöldamargir aðrir fundið lausn á sérþörfum sínum hvort sem það þarf gleraugu, linsur eða sólgleraugu. Gleraugað tók til starfa árið 1992 og var með fyrstu fyrirtækjum sem hófu starfsemi í Fenjunum. Kristinn lærði sjóntækjafræði og sjón- mælingar í Danmörku og starfaði þar síðan sem sjóntækjafræðingur áður en hann kom heim til Íslands og keypti Gleraugað árið 2000. Í Gleraug- anu er boðið upp á alla þjónustu í sjóntækjafræði og sjónmælingum og þar eru öll nýjustu tæki og tækni á þessu sviði. „Við erum með gleraugna- og linsuþjónustu, sjónmælingar, linsu- mælingar og kennslu í notkun linsanna og erum að sjálfsögðu með allar tegundir af gleraugum, sólgleraugu með og án styrks, og gleraugu sem ætluð eru til nota við sérstakar aðstæður. Fólk fær sér t.d. gjarnan skjá- vinnugleraugu, enda henta venjuleg lesgleraugu ekki tölvuumhverfinu í dag. Þau nægðu þegar fólk var með bók, blöð og reiknivél fyrir framan sig en það gildir ekki lengur. Lesgleraugun hafa þróast yfir í að vera til að lesa og vinna með þeim, horfa á tölvuskjáinn og sjá nánasta umhverfi í fókus. Ekki ætti þó að nota þessi gleraugu við akstur eða á göngu.“ Það eru fleiri með sérþarfir en tölvufólkið. Laxveiðimenn þurfa sér- stök veiðigleraugu, sólgleraugu, með eða án styrks, og útivistarfólk gerir líka ákveðnar kröfur til gleraugnanna. Ekki má gleyma golfurunum sem fá sérstök gleraugu, bæði þeir sem nota margskipt gleraugu og aðrir. Margskiptu gleraugun valda því að margir golfarar sjá kúluna ekki í fókus á jörðinni og er það vissulega bagalegt! Í Glerauganu fást góðar lausnir á þeim vanda, gleraugu sem eru þannig uppbyggð að kúlan, hvort sem hún liggur nær eða fjær, og skorarblaðið eru í fókus. Gleraugað er með allar tegundir af linsum, einnota dagslinsur, silíkonlinsur sem óhætt er að sofa með og linsur fyrir fólk með sjónskekkju. Komnar eru á markað linsur sem hannaðar eru af Nike og eru ætlaðar sportfólki, þar með talið golfurum. Þær eru með lit sem gefur góða skerpu og ver augun fyrir sólargeislunum. Tíska eða klassík Tískan hefur áhrif á val margra á gleraugnaum- gjörðum en svo eru aðrir sem velja alltaf svipaðar eða sams konar umgjarðir. Hjá Glerauganu er hægt að uppfylla óskir beggja hópa. Þar fást klassískar gæðaumgjarðir frá Armani og einnig umgjarðir frá Gucci, Dior, Ferré, Cerruti og John Richmont. „Þetta eru allt glæsileg merki, en svo erum við með mjög góð dönsk merki, Bellinger og Örgren. Danir standa framarlega í hönnun umgjarða sem eru mjög vandaðar. Við erum einnig með mikið úrval af umgjörðum frá öðrum framleiðendum sem allir eiga það sameiginlegt að bjóða vörur í hæsta gæðaflokki. Það er það sem að við viljum og við höfum lagt mesta áherslu á góða þjónustu og háan gæðastandard.“ Gleraugað er með lausnina Í Glerauganu er mikið úrval af gleraugum fyrir börn og unglinga, unga fólkið og þá sem eldri eru, gleraugu við allra hæfi. Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Sími: 568 1800 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is · Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga · 2ja mánaða aðlögun á margskiptum glerjum · Mikið úrval snertilinsa · Fagleg og góð þjónusta · Hagstætt verð · Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði engin útborgun Kristinn Kristinsson sjóntækjafræðingur er eigandi Gleraugans. Úrvalið af gleraugum er mikið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.