Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 118

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN KYNNISFERÐIR: Þ órsmörk hefur löngum verið sá staður á landinu sem flesta hefur dreymt um að heimsækja. Náttúrufegurð er þar einstök og veð-urblíða mikil. Nú hefur enn einn demantur bæst í þetta djásn, Þórslaug í Húsadal. Kynnisferðir eru með gisti- og frístundaaðstöðu í Húsadal í Þórsmörk og eftir að þar fannst heitt vatn var hægt að bæta við heitri laug sem dregur ferðalanginn til sín allan ársins hring. Kynnisferðir byggja á sterkum stoðum. Fyrsta má nefna hátt í tvo tugi dagsferða sem boðið er upp á og farnar eru frá Reykjavík, flestar þeirra alla daga ársins. Gullni hringurinn er ein þessara ferða, sígild ferð sem alltaf vekur jafnmikla athygli og ánægju erlendra ferðamanna sem á einum degi fá tækifæri til að kynnast Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Flugrútan er sterk stoð undir rekstri Kynnisferða. Hún fer milli Reykjavíkur og Keflavíkur í tengslum við allt áætlunar- og leiguflug. Farið er frá Umferðarmiðstöðinni samkvæmt áætlun sem miðast við millilandaflug. Viðkoma er í Garðabæ og Hafnarfirði sé þess óskað. Ekki má gleyma rekstri Umferðarmiðstöðvarinnar þar sem allar ferðir Kynnisferða hefjast og enda, en auk þess eru ferðamenn sóttir á hin ýmsu hótel og gistihús í borginni áður en lagt er upp í ferðir um borg- ina og út á land. Þórslaug er frábær viðbót Fjórða og svo sannarlega ekki þýðing- arminnsta stoðin er rekstur gisti- og frístundaaðstöðu í Húsadal í Þórs- mörk þar sem stöðugt er verið að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Nýjasta viðbótin er Þórslaug sem nefnd var hér í byrjun. Hún gleður þreyttan göngumann sem farið hefur í gönguferðir í nágrenninu eða er kominn lengra að, sem og þá sem láta sér nægja að njóta dvalarinnar í Húsadal. Þar eru átta smáhýsi sem rúma allt að fimm manns hvert, tveir gistiskálar fyrir samtals um 60 manns í svefnpokaplássi auk skála með 13 tveggja manna herbergjum. Í smáhýsum og gistiskálum er eldunaraðstaða með nauðsynlegustu áhöldum og borðbúnaði. Hægt er að leigja smáhýsin og herbergin sem svefnpokapláss eða með uppbúnum rúmum. Í Húsadal er veitingahús sem rúmar 120 manns í sæti. Í boði eru léttar veitingar ásamt léttvíni og bjór. Við hlið veitingahússins er þjón- ustuhús. Þar getur fólk eldað sjálft auk þess sem í húsinu eru gufubað, sturtur og salerni. Þá er grill á staðnum til afnota fyrir dvalargesti. „Bláa lónið er viðkomustaður, ómissandi á dagskrá hvers ferðamanns. Margir fara þangað beint með rútunni úr Leifsstöð á meðan aðrir enda Íslandsferðina í lóninu,“ segir Birna Lind Björnsdóttir, sölu- og markaðs- stjóri Kynnisferða. „Ferðamenn kunna líka vel að meta Hop on - Hop off ferðirnar með rauða tveggja hæða strætisvagninum sem ekur daglega um götur borgarinnar yfir sumarmánuðina.“ Starfsemi Kynnisferða, sem upphaflega voru stofnaðar 1968, skiptist í átta svið: Rútuleigu, sér- leyfisferðir og sérleiðir um Suður- og Suðaust- urland, Flugrútuna, dags- ferðir frá höfuðborginni, reksturinn í Þórsmörk, Umferðarmiðstöðina, Gallery Kynnisferðir og Hop On- Hop Off skoð- unarferðir um Reykjavík. rsm rk 1520.139 23.5.2006 16:39 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K A u g l. Þ ó rh ild ar 1 5 2 0 .1 3 9 Sími 580-5400 Fax 564-4776 main@re.is www.thorsmork.is STÓRKOSTLEG FJÖLL, JÖKLAR OG STÓRFLJÓT, EINSTAKUR GRÓÐUR OG VEÐURSÆLD ÁÆTLUNARFERÐIR DAGLEGA 1/6-15/9 HÓPFERÐIR EFTIR PÖNTUNUM ÞAÐ ER ÚTBREIDDUR MISSKILNINGUR AÐ ÞÖRF SÉ Á JEPPA, TJALDI OG NESTI TIL AÐ KOMAST Í ÞESSA NÁTTÚRUPARADÍS. JAFNVEL HÖRÐUSTU JEPPAMENN SKILJA BÍLANA SÍNA EFTIR OG TAKA RÚTUNA, ÞAÐ MÁ NÁ HENNI NÆSTUM HVAR SEM ER, VELJIÐ EINFALDLEGA BROTTFARARSTAÐ OG STUND EFTIR LEIÐAKORTI OKKAR. MARGVÍSLEG ÞJÓNUSTA ER Í BOÐI, ÁÆTLUNARFERÐIR, HÓPFERÐIR, LEIÐSÖGN, GISTING, VEITINGAR OG VEISLUR. SUMARFERÐIR FYRIR ÍSLENDINGA Á EINN FALLEGASTA STAÐ LANDSINS FERÐA-OG GISTITILBOÐ Í HÚSADAL Í ÞÓRSMÖRK Gildir sunnudaga til föstudaga frá 1. júní til 15. september. Einnig er hægt að hefja ferðina í Reykjavík, bætast þá við 2.500 kr. fyrir fullorðna og 1.300 kr. fyrir börn. Nánari upplýsingar: Sími í Reykjavík 580 5400 main@re.is www.thorsmork.is Svefnpokagisting í eina nótt ásamt rútuferð frá Hvolsvelli og til baka. Verð: Fullorðinn: 3.750 kr. Barn (5-13 ára): 2.250 kr. Svefnpokagisting í tvær nætur ásamt rútuferð frá Hvolsvelli og til baka. Verð: Fullorðinn: 4.950 kr. Barn (5-13 ára): 2.850 kr. ÞÓRSMÖRK Svefnpokagisting í þrjár nætur ásamt rútuferð frá Hvolsvelli og til baka. Verð: Fullorðinn: 5.850 kr. Barn (5-13 ára): 3.450 kr. Svefnpokagisting í fjórar nætur ásamt rútuferð frá Hvolsvelli og til baka. Verð: Fullorðinn: 7.250 kr. Barn (5-13 ára): 4.000 kr. Þórslaug – nýjasta viðbótin í Þórsmörk Birna Lind Björnsdóttir markaðsstjóri Kynnisferða. Í Þórslaug í Þórsmörk er hægt að baða sig í heitu vatni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.