Frjáls verslun - 01.04.2006, Síða 120
K
Y
N
N
IN
G
SUMARIÐ ER TÍMINN
MÚLARADÍÓ:
M úlaradíó hefur lengi sérhæft sig í uppsetn-ingu og þjónustu á sviði fjarskipta og tölvu-búnaðar í bíla og farartæki og er leiðandi á
því sviði. Öryggis- og samskiptabúnaður fyrir fjalla-,
jeppa- og snjósleðamenn hefur löngu sannað ágæti
sitt og æ ofan í æ kemur í ljós hversu hættulegt getur
verið að ferðast um á ótryggum svæðum og geta ekki
haft samband við aðra eða kallað á hjálp ef nauðsyn
krefur. Skemmtunin af samskiptabúnaðinum er líka
óumdeilanleg. Hann má t.d. nota ef margir eru saman
á ferðalagi, og einn tekur að sér að lýsa staðháttum og
hinir hlusta í eigin bílum.
Karl Ísleifsson, framkvæmdastjóri Múlaradíós, segir að grunnurinn
að rekstri fyrirtækisins hafi verið lagður árið 1992 með innflutningi á
danska TP-RADIO fjarskiptabúnaðinum og DIGITAX-gjaldmælum.
Múlaradíó náði strax góðum árangri enda vörumerkin góð og góð þjón-
usta höfð að leiðarljósi. Aðilar á borð við Hreyfil, Strætó, RARIK og
BSR sáu sér strax hag í að eiga viðskipti við Múlaradíó og eru enn tryggir
viðskiptavinir, auk að sjálfsögðu margra annarra.
Múlaradíó er með búnað sem hentar almenningi, t.d. MAXON-tal-
stöðvarnar, sem er ein ódýrasta útgáfan af talstöðvum fyrir hefðbundna
notkun. Einnig eru í boði Motorola-stöðvar fyrir hefðbundna notkun
og sérhæfðar lausnir og TP-RADIO-stöðvar sem eru mjög góðar í sér-
hæfðum lausnum.
Karl kveður allar þessar stöðvar henta jeppamönnum mjög vel og
sem öryggis- og samskiptabúnaður þegar nokkrir bílar eru saman á ferð.
Hann bendir á að handstöðvar frá Maxon séu hentugar og notkun þeirra
sé alltaf að aukast. Menn geti tekið þær með sér í gönguferðir eða á skíði
og haft samband hafi einhver orðið eftir í bílnum. Svo geti snjósleða-
menn eða bifhjólafólk verið með búnað í hjálmunum og talað saman.
Ýmis ferðafélög og klúbbar eru með VHF-rásir og félagsmenn geta
fengið þær stilltar inn í sín tæki. Sem dæmi má nefna Félag húsbílaeig-
enda, Landsamband vélsleðamanna, Útivist, FÍ og 4x4 sem eru með
nokkrar rásir víða um land. Þeir sem hafa rétt til að
vera inni á þessum rásum geta þá rætt við aðra sem líka
eru á þeim.
Mörg verkefni víða um land Múlaradíó sér alfarið
um þjónustu við Tölvubíla sem eiga og reka tölvukerfið
í Hreyfilsbílunum. Fyrirtækið setti upp fjarskiptakerfi
Impregilo í Kárahnjúkum og fjarskiptakerfi Bechtel
á Reyðarfirði og annast þjónustu við þau, og er einn
aðalþjónustuaðili fyrir TETRA-kerfi TÍ. Auk þess hefur
fyrirtækið sett búnað í bíla Slökkviliðsins á höfuðborg-
arsvæðinu, Orkuveitu Reykjavíkur o.fl. Eitt af nýjustu
verkefnum Múlaradíós er að setja tölvukerfi í vagna Strætós bs.
Múlaradíó er með
fjarskiptalausnina fyrir þig
Vörumerkin sem Múlaradíó,
Fellsmúla 28, er með:
TP-Radio, Digitax,
Maxon, Alfatronix,
Clayton Power,
Mastercom, Finn
Frogne, Motorola,
Pioneer, Hella og PIAA,
Nokia og Sony Ericson.
Tæki komið fyrir í mælaborði bíls.
Karl Íslefisson, framkvæmdastjóri Múlaradíós.
Staðsetningartæki, sem á að setja í bíl, undirbúið.
120 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6