Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 8
118 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En hvar voru þeir sem vörð áttu að halda — á þessum tímum? Hvar voru hinir vitandi menningarfrömuðir, hinir fáu sem vegna hárrar menntunar og skilnings eru kallaðir til að vernda sjálfan mælikvarða andlegra verðmæta? Þeir voru á sínum stað, sem kennarar í skólum, sem vísindamenn eða sem óháðir menntamenn, en þeir höfðu glatað trausti sínu og áhrifum. Ríki og þjóðfélag höfðu gert þá að öreigum smátt og smátt. Og á sama tíma og for- vígismenn menningarmála fengu rýrari þjóðfélagskjör, minnkaði sjálfsöryggi þeirra og vitund um köllun sína, og hæfileikar þeirra til að stjórna þróun- inni eða hafa áhrif á hana hjöðnuðu. Við þetta bættist að aukið kunnáttu- magn gerði marga af vísindamönnum vorurn að sérfræðingum án alhliða yfir- sýnar og menningarsamvizku. I sérhverju landi er það afdrifarík stjórnmálastefna að setja þá fáu menn á óæðri bekk sem skilja og skynja verðmæti menningarinnar. En í litlu landi eins og Noregi hljóta afleiðingarnar að verða hreinn ófarnaður. Vér erum svo fá. Hið litla þjóðfélag vort getur hæglega komizt úr jafnvægi. Vér getum ekki treyst frjálsri baráttu menningaraflanna. Vér höfum ekki efni á að halda við mörgum aflstöðvum andlegs lífs, sem geta veitt sterkum hópum og stefnum mótspyrnu og jafnað þróunina á þann hátt. Andlegur flokkur verður að hafa styrk nokkurs fjölmennis lil þess að umhverfið gleypi hann ekki og afmái. Og sérhver menntamaður verður að liafa nokkurt f járhagslegt svigrúm, til þess að athygli hans beinist ekki frá því, sem ætti að skipta hann máli. Það er eflaust að menningarstarf vort fyrir stríð mótaðist af því, að stjórn- endum þjóðarinnar var ekki ljós sú mikla hætta sem vofði yfir menningn vors litla lands. Sjaldan bárum vér skyn á traust verðmæti, sjaldan hirtist oss örugg- ur skilningur manngildis og haldgóðar lífshugsjónir. En stríðið, sem svo margt hefur eyðilagt, hefur einnig skapað möguleika og vonir. Á stund hættunnar göfgaðist mikill hluti þjóðarinnar andlega, stormur- inn hefur sópað burt gjalli úr luigum margra manna og afhjúpað djúptækari verðmæti. Nú er tími kominn til að spyrja um það hvort ríkið geti ekki gert neitt til þess að tryggja menninguna og forsvarsmenn hennar. Margir munu ef til vill bæta því við að menntamenn vorir hafi — þrátt fyrir hina lélegu þjóð- félagslegu aðstöðu sína — sýnt þau afrek í baráttunni við nazismann, að eðli- legt væri að ríkið tryggði aðstöðu þeirra sem bezt. . Sú fjárhagslega nýsköpun lands vors sem nú er fyrir höndum, mun eflaust leggja byrðar á oss og ríkið. En ef nýsköpun menningarmála verður af þeim ástæðum látin bíða betri tíma, getur af því hlotizt óbætanlegt tjón. Milli menn- ingarlífs þjóðar og verklegra afkasta hennar eru djúp víxláhrif, gagnkvæm frjóvgun, sem hættulegt er að láta sér sjást yfir. Sú staða meðal menningar- ríkja sem hin litla þjóð vor hefur enn á ný tryggt sér leggur oss þær skyldur á herðar að rækja menningarmál vor af alúð og vitandi vits. Síðan kom nefnd hinna norsku menntamanna fram með ýtarlegar uppástung- ur og kröfur. Helztu atriði þeirra eru í stuttu máli sem hér segir:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.