Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 22
132 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hafi ort kvæðabrotin. Að þessu verður vikið nánar framan við hvert brot. Mestur ágreiningurinn er sá að Fagurskinna telur I og II vera brot úr mismunandi kvæðum eftir tvö skáld, I eftir Hornklofa, II eftir Þjóðólf úr Hvini; en Snorri eignar í Heimskringlu Hornklofa hvorttveggja. Það er hins vegar sérstakrar eftirtektar vert að í Eddu sinni eignar Snorri Þjóðólfi vísur úr II og fylgir þannig Fagur- skinnu. Nú er almennt talið að Snorra Edda muni eldri en Heims- kringla. Þá virðist augljóst að Snorri hefur séð sig um hönd. Hann hefur hafnað þeirri skoðun að hér væri um tvö kvæði tveggja skálda að ræða, líklega af því að honum hafa þótt brotin svo áþekk að hvorttveggja gæti vel verið úr sama kvæði. Síðari menn hafa trúað Snorra betur en Fagurskinnu. Sumir hafa að vísu ætlað að kvæðin væru tvö, annað um hirðsiðu, hitt um Hafursfjarðaroarrustu, en eignuð Hornklofa bæði. Aðrir hafa haldið að kvæðið hafi aldrei verið nema eitt og ort af Hornklofa. Það sem helzt þætti benda til að kvæðin væru tvö er auðvitað framar öllu vitni Fagurskinnu (og Snorra Eddu), en í annan stað það að brotin benda ekki til sama aldurskeiðs: II virðist ort að orr- ustunni nýafstaðinni, I gerir ráð fyrir hirð þar sem venjur hafi náð festu. Rök hinnar skoðunarinnar, að hvorttveggja sé úr einni heild, eru helzt þessi: Fremst í I kveðst skáldið munu tala um odda íþrótt- ir Haralds konungs, og á það vel við ef II væri skeytt við, en ann- ars ekki. í annan stað er I þannig sniðið að valkyrja og hrafn tal- ast við um Harald konung: valkyrjan spyr en hrafninn svarar. Minj- ar sams konar tilhögunar mætti finna fremst í II, þar sem stendur Heyrðir þú, og væru það þá orð hrafnsins. En hvað sem nafni skáldsins líður, eru þessi brot eitt hið lang- merkasta fornaldarkvæði á vora tungu. Þau eru að vísu ekki kveðin á voru landi, en hins vegar eru þau færð í letur í fornum íslenzk- um ritum, og utan íslands lesa engir þau lengur á frummálinu nema málfræðingar. Oss er opnuð konungshöll fyrir meira en þúsund ár- um, vér sjáum viðhöfnina og skartið í ljósaskiptum forsögulegs og sögulegs tíma, kynnumst hermönnum og skáldum, berserkjum og loddurum. Ekkert norrænt kvæði bregður upp jafnskýrum menn- ingarsögulegum myndum. Flest önnur kvæði úr salarkynnum forn- konunga eru reyrð í fjötra dróttkvæðs háttar, sem gerir alla frásögn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.