Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 23
HARALDSKVÆÐI
133
fábreytna og þunglamalega, en hér leikur tungan frjáls með flugi og
hraða í léttum hætti.
Við lestur kvæðisins verður að hafa hugfast að hvert vísuorð
(þ. e. hver lína) hefur tvö ris (tvær áherzlusamstöfur), en skipun
þeirra og þar með einnig hrynjandi vísuorðanna hlítir ekki föstum
reglum. Víða segja stuðlar til um risin. Oft hefjast vísuorðin á sam-
stöfum með lítilli áherzlu: þeim er eg mey heyrða (áherzlusamstöf-
ur skáletraðar); því er vissuð nái liggja. Samsett orð geta haft jafn-
mikinn þunga á annarri samstöfu sem á fyrstu: meðan frá Har\ald\
(II); syni Hálf\danar (I 4); róglbirtingar (I 8); val\dreyra (III 2).
I
Þau 15 erindi sem í þessum flokki standa eru öll varðveitt í Fag-
urskinnu, og er skýrum orðum sagt að þau hafi kveðið „Hornklofi
skáld, gamall vinur konunga, er jafnan hafði í hirðum verið frá
barnæsku“. Sjötta erindið er einnig í Heimskringlu og eignað Þor-
birni hornklofa, svo að hér ber heimildum vel saman. En í Haralds-
þætti Flateyjarbókar, þar sem 13. vísa er tekin upp, er hún sögð ort
af Auðuni illskældu.
Fagurskinna var til í tveimur handritum sem kölluð eru A og B;
þau eru nú bæði glötuð en uppskriftir eru til. Hér á eftir er A fylgt
að öðru jöfnu.
1. Hlýði hringberendur
meðan frá Haraldi
segi eg odda íþróttir
hinum afar-auðga.
Frá málum mun eg segja
þeim er eg mey heyrða
hvíta haddbjarta,
er við hrafn ræddi.
1. 1. hringberendur eru hirðmenn kallaðir af því að þeir eru skreyttir hring-
um (sbr. 11. er.), en mætti og leiða af hríngur í merkingunni ‘sverð’. 4. hin-
um ajar-auðga A, hinum hárjagra B; stuðlasetning er gölluð hvor lesháttur