Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 24
134
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
2. Vitur þóttist valkyrja,
— verar ne vóru þekkir
feimunni hinni framleitu —,
er fugls rödd kunni.
Kvaddi hin kverkhvíta
og hin glæghvarma
Hymis hausreyti,
er sat á horni vinbjarga.
Valkyrja: 3. „Hvað er yður, hrafnar?
Hvaðan eruð þér komnir
með dreyrgu nefi
að degi öndverðum?
Hold loðir yður í klóm.
Hræs þefur gengur yður úr munni.
Nær hygg eg í nótt bjugguð
því er vissuð nái liggja.“
sem valinn er, þó lakari í B. 8. rœddi A, dœmdi B, og er hvorttveggja sömu
merkingar; annars er orðum þannig hagað að vœnta mœtti nafnháttar (hvíta
haddbjarta \ viS hrafn rœSa eða dœma), en svo er í hvorugu handritanna.
2. 3. Þetta vísuorð er afbakað í báðum handritum, en hér er fylgt skýringu
Otto v. Friesens í Arkiv 18. bd.; í stað framleitu hefur B framsóttu. Valkyrjan
er hér nefnd feima, og er það heiti ungrar meyjar og hæverskrar; hún lifir í
einlífi, og karlmenn (verar) eru henni ekki hugþekkir. En framleita mundi
mega kalla hana af því að í orrustum lítur hún eða leitar jafnan fram. Þó væri
ólíkt betra ef fram- væri breytt í frán- (Svbj. Eg.); fránleitur er sá sem skær
hefur augu. Neitunin ne kemur stundum fyrir í fornum kvæðum og stendur
jafnan á undan sögninni; henni má ekki rugla saman við tengiorðið né (hvorki
. . . né). 6. ílöfuðstaf vantar, en úr því mætti bæta með því að skipta um orð-
in kverkhvíta og glœghvarma. En glœghvarma eða glöggcrma (B) er óskýrt;
menn hafa gripið til þess úrræðis að sleppa öðru g-inu, og fengist þá lýsingar-
orð glœhvarma eða glœhvarmur um þann er hafi Ijósa (glæja) hvarma. 7.
Þessi hrafnskenning bendir til að hrafnar hafi einhverju sinni reytt haus þess
jötuns er Hymir hafi heitið, en um það er annars ókunnugt. 8. vin kvk. (ef.
vinjar) er fomt orð um graslendi eða engi; það er altítt í norskum bæjanöfn-