Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 25
HARALDSKVÆÐI
135
4. Hreyfðist hinn hösfjaðri
og um hyrnu þerrði,
arnar eiðbróðir,
og að andsvörum hugði:
Hrafn: „Haraldi vér fylgdum
syni Hálfdanar,
ungum öðlingi,
síðan úr eggi kómum.
5. Kunna hugða eg þig konung myndu
þann er á Kvinnum býr,
drottin Norðmanna,
djúpum ræður hann kjólum,
roðnum röndum
og rauðum skjöldum,
tjörguðum árum
og tjöldum drifnum.
um, bæði einstætt (Vinjar; við einn slíkan bæ var skáldið Aasmund Olavson
Vinje kenndur) eða samsett (t. d. Björgvin); vinbjörg gætu þá heitið björg
er stæðu við slíka vin.
3. 3. dreyrugur blóðugur. 4. öndverður dagur morgunn. 6. hrœ lík (en
orðið lík mátti nota um líkama, hvort sem kvikur var eða dauður). 7. nœr
nálægt (stjórnar því í 8. vo.); nœr hygg eg yður í nótt bjöggu B, og er það
fornlegra mál (bjöggu er nafnháttur þátíðar ‘að hafa búið’: eg hygg að þér
hafið búið, verið þar nærri sem . . .). 8. nái leiðrétt, nar handritin; líka mætti
segja inn ná, og væri það þá haft í eintölu sem safnorð (líkt og þegar sagt er:
vatnið er fullt af silungi; í bjarginu veiðist fugl).
4. 1—3. hös grár, m. a. notað um lit úlfs (úlfur hinn hösvi) og arnar; hös-
fjaður ætti þá að þýða ‘með gráar fjaðrir’, en það lýsingarorð ætti betur við
um suma frændfugla hrafnsins en hann sjálfan. En hrafn og örn eru þeir hræ-
fuglar sem jafnan vitja vígvallar og vals í fomum kvæðum, og er hrafninn því
nefndur eiðbróðir arnar, svo sem hafi þeir svarizt í bræðralag. Þegar sagt er að
hrafninn hreyfðist, mun það bezt skýrt með tilvísun til norskra sveitamála, þar
sem orðið hreyfast (nú r0yva seg) merkir ‘reigjast, stæra sig, gera sig víga-