Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 29
HARALDSKVÆÐI
139
Hrafn: 11. „Á gerðum sér þeirra
og á gullbaugum
að þeir eru í kunnleikum við konung:
feldum ráða þeir rauðum
og vel fagurrenduðum,
sverðum silfurvöfðum,
serkjum hringofnum,
gylltum annfetlum
og gröfnum hjálmum,
hringum handbærum,
er þeim Haraldur valdi“.
Valkyrja: 12. „Að berserkja reiðu vil eg þig spyrja,
bergir hræsævar.
Hversu er fengið
þeim er í fólk vaða,
vígdjörfum verum?“
10. 1. reiða útbúnaður, viðurgemingur. 2. alls úr því að, með því að. 3.
greppur skáld, en greppa jerðir er hér um bil sama og greppar (líkt og Jóta
ferðir — Jótar, lýða jerðir — lýðir). 5. liajast hafast við.
11. 1. gerðar, kvk. flt., klæði og vopn. 4. jeldur loðið skinn notað til yfir-
hafnar; þess er víðar getið að viðhafnarfeldir væru rauðir, en inun þó hafa þótt
sundurgerð, sbr. viðurnefnin Án og Ásgeir rauðfeldur í Landnámu. 5. hljóð-
ar í B: vaðom rondum, og yrði rétt kveðið ef breytt væri í jáðum röndum, en
fáðar rendur eru steindir (málaðir) skildir. En jagurrendaður hlýtur að merkja
‘með fagurri (ijósri) rönd eða jaðri’, og hafi verið Ijós brydding á feldunum;
undarleg er myndin -rendaður fyrir -rendur, en á sér þó hliðstæðu í nýnorsku
(bl&renda = blárendaður, ísl. blárendur). 7. serkir hringojnir þ. e. hringa-
brynjur. 8. fetill hét létti sem brugðið var yfir öxlina, og mátti bera í honum
sverð og skjöld (sverðfetill, skjaldarjetill), en ekki er nánar kunnugt hvemig
annjetill (líklega = andfetill) var.
12. 2. hrœ-sœr blóð, bergir (sá er bergir, neytir) hrœsœvar hræfugl, hrafn.
3. hversu er þeim fengið, þ. e. farið. 4. jólk menn í orrustu, vaða í jólk ryðjast
inn í fylkingar fjandmannanna. 5. ver maður.