Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 37
BJORN FRANZSON: LÝÐRÆÐI Þróun lýðræðisins Lýðræði er þjóðfélagsfyrirbæri, sem á sér langa þróunarsögu. Því fer fjarri, að lýðræðið hafi alla tíð verið slíkt sem það er á vor- um tímum, og alveg eins fjarstætt er hitt, að lýðræði það, sem nú er efst á baugi, muni verða í gildi héðan af um aldur og ævi. Eins og önnur fyrirbæri þjóðfélagsins hefur lýðræðið þróazt áleiðis frá hinum frumstæðustu myndunum til fullkomnari forma, og enginn kraftur fær komið í veg fyrir það, að þeirri þróun haldi áfram. íslenzka orðið lýðræði er útlegging á orðinu „demokrati“, sem er komið úr grísku og var þar liaft um það stjórnarform, er tíðkaðist í hellensku borgríkjunum í fornöld. Samkvæmt því stjórnarformi skyldu allir frjálsir karlmenn hafa rétt til að taka þátt í almennum borgarafundum, þar sem málefni ríkisins voru til úrlausnar. Hér var að ræða um lýðræði, þar sem langmestur hluti lýðsins var raun- ar utan garðs, ekki aðeins kvenþjóðin, heldur og þrælastéttin, fjöl- mennari miklu oft og tíðum en hinir frjálsu borgarar og svipt öllum persónulegum og pólitískum réttindum. Með Germönum hinum fornu tíðkaðist svipað fyrirkomulag, er þeir réðu málum til lykta á þingum sínum. Nærtækt dæmi þar um er stjórnarfar íslendinga á söguöld, sem sumir hafa viljað nefna lýðræði, þó að það nafn sé eigi minna öfugmæli um hið fornís- lenzka stjórnarfar en hið forngríska. A íslandi var ekki einungis um það að ræða, að kvenþjóðin og þrælastéttin væri svipt pólitísk- um réttindum, heldur og þá staðreynd, að öll stjórnmálavöld voru í raun og veru í höndum stórbændastéttar, sem var mjög lítill hluti af flokki frjálsra manna í landinu. Með endalokum hins forna þjóðskipulags glatast sá ófullkonmi vísir til lýðræðis, sem þróazt hafði í skauti þess. Lýðræði var aðals- veldi og einvaldsskipulagi miðaldanna framandi hugtak. En þegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.