Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 43
LÝÐRÆÐI 153 ræðiskröfum þeirra ósjaldan svarað með vélbyssuhríð og flugvéla- sprengjum. * Eitt af því, sem hinu borgaralega lýðræðisþjóðfélagi er talið til höfuðdyggða, er það, að þar þekkist ekki valdbeiting eða ofbeldi (auðvitað að undanteknu því ofbeldi, sem andstæðingar stéttaþjóð- félagsins eru sagðir beita), heldur sé málum yfirleitt ráðið til lykta með frjálsu samkomulagi þjóðfélagsþegnanna. Jafnvel þó að hér sé eingöngu átt við líkamlegt ofbeldi, er þessi staðhæfing vitanlega ekki rétt. Yfirstétt borgaralýðræðislandanna hefur að jafnaði ekki skirrzt við, ef nauðsyn hefur þótt til bera, að beita aðferðum hins likamlega ofbeldis, eins og til dæmis þá er vopn- að lið hers eða lögreglu er sent til árásar á verkfallsmenn, verka- menn á kröfugöngu og svo framvegis, en slíkt hefur komið fyrir eigi sjaldan á síðustu áratugum, jafnvel í fyrirmyndar borgaralýðræðis- löndum eins og Bandaríkjum Norður-Ameríku eða Weimarlýðveld- inu þýzka. Þó er því ekki að neita, að þess konar valdbeiting verður æ sjaldgæfari, eftir því sem verklýðshreyfing eflist og almennings- álit verður henni andvígara, og vissulega getur verið um að ræða ósvikið borgaralýðræðisþjóðfélag, þar sem aldrei kæmi til þess, að beinu líkamlegu ofbeldi væri beitt í stjórnmálabaráttunni. Sérstöku máli gegnir reyndar um stjórnarhætti hinnar lýðræðis- sinnuðu borgarastéttar í nýlendum sínum, því að þar mundi hún yfirleitt ekki geta ríkt deginum lengur, ef hún hefði ekki vopnavald sitt og önnur þvíumlík ofbeldistæki við að styðjast. Einna gleggstan vitnisburð um framferði vestrænna lýðræðissinna gagnvart nýlendu- þjóðum má um þessar mundir sjá í Indónesíu, þar sem Bretar gerðu fyrir fáum vikum, svo að einungis eitt dæmi sé nefnt, loftárás á útvarpsstöð eina, sem rekið hafði magnaðan áróður gegn þeim, eins og eitt Reykjavíkurblaðanna komst að orði og virtist þykja sjálfsögð lýðræðisaðferð. En vitanlega verður borgaralýðræðið að taka á sinn reikning það ofbeldi, sem fulltrúar þess fremja gagnvart öðrum þjóðum ekki síður en það, sem þeir kunna að fremja gagn- vart sinni eigin þjóð. Þó að segja megi, að lýðræðisborgarastétt nútímans geti að jafn- aði komizt af án þess að beita líkamlegu ofbeldi í stjórmálabarátt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.