Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 50
160 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR flokkanna sín á milli má líkja við fremur smávægilegan hreppakrit, þar sem barátta höfuðfylkinganna tveggja líkist styrjaldarátökum stórvelda. Nú er þess að minnast, að fylking borgaraflokkanna á í flestum greinum mörgum sinnum betri aðstöðu en hin, ef frá eru taldir yfirburðir góðs málstaðar. Glöggt dæmi um þetta má sjá, ef litið er til Bandaríkjanna, þar sem önnur fylkingin mun ekki liafa yfir að ráða hundraðasta hluta áróðursgagna og ekki þúsundasta hluta fjármagns á við hina, þá er berst fyrir varðveizlu stéttaþj óðfél- agsins. Flokkaskipunin á íslandi er líka fróðleg athugunar í þessu efni. Þar standa þrír borgaraflokkar andspænis einum sósíal- ískum flokki. Hinir þrír borgaraflokkar eiga sér auðuga styrktar- menn, digra kosningasjóði, víðlesin málgögn, prentsmiðjur, skrif- stofuhús og fundasali, allt margfalt á við hinn eina sósíalíska flokk. Þeir hafa og fjármagn margfalt á við hann til hvers konar áróðurs- og skipulagsstarfsemi. Engum, sem athugar flokkaskipun þessa, fær dulizt, að hér er að ræða um greinilega tvískiptingu fylkinganna. Að vísu greinir borgaraflokkana þrjá á í ýmsum efnum, en þó hvergi í grundvallaratriðum. Þeir eru allir sammála um að vegsama borgaralýðræðið sem hámark allrar lýðræðisþróunar, og allir berj- ast þeir með oddi og eggju fyrir varðveizlu hins borgaralega þjóð- skipulags. Sósíalísk fortíð og stefnuskrá eins þessara flokka breytir engu um þetta. Samkvæmt stefnu forystuliðs síns og öllum stjórn- málarekstri hin síðari árin lilýtur hann að teljast til borgaraflokk- anna, svo sem viðurkennt er af málsmetandi fulltrúum þeirra sjálfra, þó að engan veginn sé óhugsanlegt, að hann fyrir harða kenningu þróunarinnar kunni að endurfæðast, gerast sósíalískur að nýju og ganga til liðs við hinn sósíalistaflokkinn. Eins og nú er högum háttað, er það staðreynd þrátt fyrir ýmislegt hnotabit þessara þriggja stjórnmálaflokka, að þeir telja sig eiga aðeins einn raun- verulegan andstæðing, en það er hinn sósíalíski flokkur, sem berst fyrir framkvæmd hins stéttlausa þjóðfélags og hins sósíalíska lýð- ræðis. Hér er því ekki um það að ræða, að þessar tvær fylkingar njóti vettvangsjafnréttis. Og enn síður er því að heilsa, að fulltrúar borg- arafylkingarinnar svo sem sanngöfugir lýðræðisriddarar hlífist við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.