Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 54
164 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Yfirstéttir fyrri alda ríktu með aðferðum liius frumstæða líkams- ofbeldis, sem framið var í krafti vopnavaldsins. Lýðræðisborgara- stétt nútímans styðst fyrst og fremst við hið skipulagða andlega of- beldi, sem hún fremur í krafti sinna margvíslegu áróðursforréttinda. Vegna áróðurstækni nútímans, sem gerir það fært að ná til millj- óna nær fyrirvaralaust og skapa almenningsálit í máli á fáum dög- um, verður hið andlega áróðursofbeldi ekki áhrifaminna tæki til yfirdrottnunar en líkamlegt ofbeldi vopnavaldsins áður fyrr. Það er raunar ennþá áhrifameira, með því að það villir á sér heimildir á sérstaklega háskalegan hátt. Þetta andlega ofbeldi er sem sé fram- ið í nafni hins andlega frelsis, einmitt þess frelsis, sem það er til höfuðs sett. Talað er um lýðfrelsi, þegnfrelsi og þjóðfrelsi af sjálf- um fremjendum þessa ofbeldis og rætt af fjálgleik um frjálsræði einstaklingsins að velja og hafna og mynda sér skoðun, er birtist síðan í hinum frjálsa þjóðarvilja, sem eigi þess kost að láta til sín taka í lýðræðislegum kosningum og ákveða þannig stjórn og stefnu þjóðmálanna. Það er að vísu hverju orði sannara, að þjóðinni er náðarsam- lega leyft að kjósa til þings einu sinni á nokkurra ára fresti. Og ef til vill má til sanns vegar færa, að það sé komið undir þjóðarvilj- anum, hverjir kosnir eru. En sá þjóðarvilji (ef átt er við vilja meiri hlutans, sem úrslitum ræður), er að minnsta kosti ekki frjáls. í hverju borgaralýðræðisþjóðfélagi er þjóðarviljinn reyrður í viðjar yfirstéttaráróðursins, taminn og til sniðinn eftir hagsmunum auð- magnsins. Þjóðarviljinn er einmitt mótaður af fulltrúum yfirstétt- arinnar til þess að hann skuli kjósa þá til valda til þess aftur að þeir skuli mega halda áfram að móta þjóðarviljann í hinum sama tilgangi. Þetta er sá vítahringur blekkingarinnar, sem þjóðarviljan- um verður að takast að rjúfa, áður en hann geti orðið frjáls. En til þess að svo geti orðið, verður hann að komast til vitundar um ó- frelsi sitt, læra að sjá í gegn um blekkingarvefinn, og þetta tekst hon- um yfirleitt ekki af sjálfs dáðum, svo sem reynslan sýnir, því að þar í er einmitt álagavald vítahringsins fólgið, að hver sá, sem undir það er gefinn, er sér þess ómeðvitandi og heldur sig frjálsan að velja og hafna og mynda sér skoðun. Það hlutverk að vekja þjóðarviljann til vitundar um þetta ó-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.