Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 65
LÝÐRÆÐI 175 að blekkja mikinn hluta þjóðarinnar til að fallast á slíkt afsal lands- réttinda tæpum tveim árum eftir endurheimt fullveldisins að afstað- inni sjö alda sjálfstæðisbaráttu. Hverjum mundi til hugar koma, að átt gæti sér stað, að frjáls íslenzkur þjóðarvilji mundi nokkru sinni geta látið slíkt að sér hvarfla? Er það ekki voðalegur vitnisburður um ofbeldi það, sem þessi borgaralegu áróðursgögn hafa tök á að beita þjóðarviljann, að hugsanlegt skuli hafa verið talið, að þeim mundi takast að telja þjóðarmeirihlutann á að afsala sér fullveldi sínu? Er hugsanlegur skelfilegri áfellisdómur á þá stétt og þá stjórn- málaflokka hennar, sem bera uppi núverandi stjórnmálaskipulag hins íslenzka stéttaþjóðfélags og dirfast þess í firnahræsni sinni að kenna sig við lýðræði? * Osvífnast og ruddalegast verður hið andlega ofbeldi borgara- flokkanna og málgagna þeirra um þær rnundir, er kosningar eru á döfinni, og aldrei kemur greinilegar í ljós en þá, hvílík skrípa- mynd af raunverulegu lýðræði það er, þetta sem nefnt er borgara- lýðræði. Nokkru fyrir kosningar tekur að losna æ meir um allar hömlur hins pólitíska velsæmis, borgaralýðræðið missir gersamlega þann snefil af virðuleik, er það kann að hafa átt til, sjálfu yfirskini lýðræðisins er meira að segja fórnað að miklu leyti, og flokkabar- áttan tekur á sig mynd, sem mest mundi líkjast ærslum ósiðaðs götu- skríls. Hert er á áróðurskvörninni svo sem hjól og ásar þola og blekkingaausturinn aukinn allt hvað af tekur. Auðmenn og auðfé- lög moka milljónum í kosningasjóði sína. Flokkar, sem hafa yfir miklu fjármagni að ráða, senda fátæklingum heim hangikjötskrof, smjörpund eða kolapoka ásamt ótvíræðum vísbendingum um það, hver sé hinn örláti sendandi, og ráða til sín herskara launaðra á- róðurssmala, sem ryðjast inn í híbýli manna og fala atkvæði þeirra við fégjöfum, fríðindaloforðum og öðrum mútum, þó að svo sé að jafnaði um hnútana búið, að ekki verði lögum yfir komið. Þó kastar tólfunum á kosningadaginn sjálfan. Þann dag er enginn maður óhultur fyrir kosningasmölum þeim, sem geysast um allar jarðir í vélknúnum farartækjum, safnandi á kjörstað atkvæðum flokka sinna keyptum sem ókeyptum, dragandi þangað hálfvita og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.