Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 74
JAMES JOYCE: SKÝJABORG Átta árum árum áður hafði hann fylgt vini sínum á leið við Norð- urvegg og óskað honum góðrar ferðar. Gallaher hafði komizt áfram í heiminum. Maður gat undir eins merkt það á hinu frjálsmannlega fasi hans, velsniðnum tvistfötunum og hans feimnislausa tali. Fáir voru jafn góðum gáfum gæddir og ennþá færri gátu þolað slíka vel- gengni án þess að spillast. Gallaher hafði hjartað á réttum stað og átti skilið að sigra. Það var ekki einskisvert að eiga slíkan vin. Síðan um hádegi höfðu hugsanir Litla-Chandlers snúizt eingöngu um endurfundi þeirra Gallahers, um boð hans og um stórborgina Lundúni þar sem Gallaher bjó. Hann var kallaður Litli-Chandler vegna þess að mönnum fannst hann vera lítill, þó hann væri næstum því meðalmaður á hæð. Hendur hans voru hvítar og smáar, vöxtur- inn renglulegur, röddin lág og öll framkoman fáguð. Hann hirti hið ljósa, silkimjúka hár sitt með afbrigðum vel, sömuleiðis skeggið og í vasaklútinn sinn bar hann oft nokkra ilmvatnsdropa. Neglur hans voru fullkomlega hálfmánalagaðar að framan og þegar hann brosti sást röð af barnslega hvítum tönnum. Meðan hann sat við skrifborð sitt í Kóngs Inni hugsaði hann um, hversu margt hefði breytzt á þessum átta árum. Vinur hans sem fyrr- um hafði búizt fátæklegum tötrum var nú orðinn glæsilegur blaða- maður í Lundúnum. Hann leit oft upp frá hinu leiðinlega skrifara- starfi og horfði út um gluggann. Sól haustkvöldsins gyllti garða og stéttir og dreifði hlýlegu gullryki yfir illa búnar hjúkrunarkonur og hruma öldunga er móktu á bekkjunum. Hún varpaði geislum sínum yfir iðandi umferðina—yfir börnin er hlupu æpandi um sandborna stígana og yfir alla sem áttu leið um garðana. Hann horfði á útsýnið og hugsaði um lífið; og — eins og ævinlega þegar hann hugsaði um lífið — varð hann hryggur. Angurvært þunglyndi greip hann. Hann fann, hversu gagnslaust það er að berjast við örlögin; slik var hin járnkalda speki sem aldirnar höfðu látið honum í arf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.