Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 77
SKÝJABORG 187 og þangað. Að lokum lenti hann í einhverju hæpnu máli, einhverju peningabraski, að minnsta kosti álitu sumir það orsök fyrir hurtför hans. En enginn frýði honum gáfna. Það var ævinlega eitthvað við Ignatius Gallaher, sem manni gazt að. Hann bar sig jafn karlmann- lega og endranær, meðan hann var í mestu kröggunum. Litli-Chandl- er minntist (og sú minning kom honum til að roðna lítið eitt af stolti) eins af orðatiltækjunum sem Ignatius Gallaher notaði oft, þegar hann komst í klípu. „Bíðið þið nú við, drengir,“ var hann vanur að segja í gáska. „Hvar hef ég nú alla spekina?“ Þarna var Ignatius Gallaher alveg lifandi kominn; og fjandinn hafi það, maður gat ekki annað en dáðst að honum fyrir það. Litli-Chandler greikkaði sporið. í fyrsta skipti á ævinni fann hann til yfirburða sinna yfir það fólk, sem hann mætti. Sál hans gerði í fyrsta sinn uppreisn gegn hinum leiðinlega lágkúruhætti Kapla-strætis. Það var enginn vafi: maður varð að fara í burt, ef maður átti að ná árangri. Ekkert var hægt að gera í Dyflinni. Um leið og hann fór yfir Grattan-brúna leit hann niður með fljótinu fram að ytri hafnarbökkunum, og kenndi sárrar meðaumkunar með hinum fátæklegu snöruðu húsum. Honum fannst þau einna líkust förumannahóp, sem hefði hniprað sig saman á fljótsbakkanum í gömlum, rykugum og sótugum yfirhöfnum; förumönnum, sem höfðu numið staðar, höggdofa yfir glitri sólarlagsins og biðu nú þess eins, að hinn fyrsti kuldagjóstur næturinnar vekti þá og skipaði þeim brott. Hann velti fyrir sér hvort hann gæti ort kvæði til þess að tjá þessa hugmynd. Ef til vill gæti Gallaher komið því í eitthvert Lundúnablaðanna fyrir hann. Skyldi hann geta ort eitthvað frum- legt? Hann var ekki viss um, hver hugmyndin var, sem hann ætlaði að fella í Ijóð, en hugsunin um, að hann hefði fengið skáldlegan innblástur, glæddi hjá honum nýja von. Hann hélt göngunni rösk- lega áfram. Hvert skref færði hann nær Lundúnum, burt frá hans eigin ráð- setta, ólistræna lífi. Nýju ljósi brá upp fyrir hugskotssjónum hans. Hann var ekki svo gamall — þrjátíu og tveggja ára. Segja mætti að lyndiseinkunnir hans væru rétt að verða fullþroska. Það voru svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.