Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 79
SKÝJABORG 189 en við höfum þarna fyrir handan. Sóda? Sítrón? Enga gosdrykki? Eins og ég. Spillir bragðinu. . . . Þú þarna, gargon, viltu vera svo góður að gefa okkur tvö glös af viskí. .. . Jæja, hvernig hefurðu haft það síðan ég sá þig síðast? Herra minn trúr, hvað við erum að verða gamlir! Sérðu nokkur aldursmerki á mér — ha? Dálítið farinn að grána og þynnast í hvirflinum — eða hvað?“ Ignatius Gallaher tók ofan hattinn og sýndi þétthært höfuðið. Hann var karlmannlegur í andliti, fölur og vel rakaður. Augun voru ljósblá og juku á fölva andlitisins, sem stakk mjög í stúf við hið rauðgula hálsbindi, sem hann bar. Milli þessara andstæðna virtust varirnar vera mjög langar og litlausar. Hann laut höfði og fór hluttekningarfullur með tveimur fingrum um hárið í kollinum. Litli-Chandler hristi höfuðið í neitunarskyni. Ignatius Gallaher setti hattinn upp aftur. „Hún ætlar að drepa mann þessi blaðamennska,“ sagði hann. „Alltaf á þönum eftir handritum og fara svo oft fýluför. Þurfa svo að hafa alltaf eitthvað nýtt á boðstólum. Fari prófarkir og prentarar norður og niður í nokkra daga, það segi ég satt. Ég get sagt þér það, að ég er djöfull ánægður að vera kominn aftur til gamla lands- ins. Maður hefur gott af því að taka sér svolítið frí. Mér líður þús- und sinnum betur síðan ég kom til blessaðrar Dyflinnarinnar þó óhrein sé .... Hérna Tommi. Viltu vatn? Segðu til.“ Litli-Chandler lét viskíið þynnast mjög mikið. „Þú veizt hvað þér hentar bezt, ljúfurinn,“ sagði Ignatius Gallah- er. „Ég drekk mitt óblandað.“ „Ég drekk nú venjulega lítið,“ sagði Litli-Chandler hæversklega. „Einstöku sinnum glas þegar ég hitti einhvern úr hópnum: það er nú allt og sumt.“ „Alveg rétt,“ sagði Ignatius Gallaher glaðlega, „drekkum skál gömlu kunningjanna og liðnu áranna.“ Þeir klingdu glösum og drukku minnið. „Ég mætti nokkrum af gömlu félögunum í dag,“ sagði Ignatius Gallaher. „O’Hara virðist fremur illa á sig kominn. Hvað gerir hann?“ „Ekkert,“ sagði Litli-Chandler. „Hann er kominn í hundana.“ „En Hogan, hefur hann það ekki ágætt?“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.