Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 82
192 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Francois, aftur í glösin .... Viltu reykja, Tommi?“ Ignatius Gallaher tók upp vindlaveskið. Báðir vinirnir kveiktu í vindlum og tottuSu þá þegjandi þangaS til víniS kom á borSiS. „Ég skal segja þér mína skoSun,“ sagSi Ignatius Gallaher og blés frá sér reykjarskýinu sem umvafSi hann. „Þetta er skrítinn heimur. Þetta tal um ósiSsemi. Ég hef heyrt um margt — hvað er ég að segja? — ég hef séð margt .... ósiðsamt . . ..“ Ignatius Gallaher tottaði vindlinginn hugsandi og tók síðan í hin- uin rólega tón sagnaritarans að segja frá spillingunni, sem viðgekkst í útlöndum. Hann lýsti í fáum dráttum löstum margra höfuðborga og virtist hallast að því, að Berlín væri þar fremst í flokki. Sumt gat hann ekki ábyrgzt að satt væri (vinir hans höfðu sagt honum það) en um annað vissi hann af eigin reynd. Hann hlífði hvorki háum né lágum. Hann fletti ofan af leyndardómum margra trúar- bragðastofnana á meginlandinu og lýsti ýmsum venjum sem tíðk- uðust meðal höfðingjanna; loks hnýtti hann aftan við nákvæmri frásögn af enskri hertogafrú — sögu sem hann vissi að var sönn. Litli-Chandler varð alveg steinhissa. „Ójá,“ sagði Ignatius Gallaher, hérna erum viS í gömlu sveita- legu Dyflinni, þar sem ekkert gerist af slíkum hlutum.“ „MikiS held ég, að þér hljóti að finnast hún leiðinleg, eftir að þú hefur séð þetta allt,“ sagði Litli-Chandler. „Jæja,“ sagði Ignatius Gallaher, „það er léttir að koma hingað yfrum eins og þú skilur. Og þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta ekki gamla landið eins og þar stendur? Maður getur ekki að því gert að þykja vænt um það. Það er mannlegt eðli .... En segðu mér nú eitthvað af sjálfum þér. Hogan sagði að þú værir farinn að kanna hjónabandssæluna. Eru ekki tvö ár síðan?“ Litli-Chandler roðnaði og brosti. „Jú,“ sagði hann. „ViS giftum okkur fyrir tólf mánuðum, í maí síSastliðnum.“ „Ég vona, að það sé ekki of seint að óska til hamingju,“ sagði Ignatius Gallaher. „Ég vissi ekki um heimilisfangið þitt, annars mundi ég hafa sent þér skeyti.“ Hann rétti fram höndina og Litli-Chandler tók í hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.