Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 83
SKÝJABORG 193 „Jæja, Tommi minn,“ sagði hann, „ég óska þér gleði og gæfu í lífinu, gamli vinur, og vona, að þú vaðir i peningum og deyir ekki fyrr en ég skýt þig. Þetta er ósk einlægs vinar, gamals vinar. Þú veizt það?“ „Eg veit það,“ sagði Litli-Chandler. „Nokkrir erfingjar komnir?“ sagði Ignatius Gallaher. Litli Chandler roðnaði aftur. „Við eigum eitt barn,“ sagði hann. „Son eða dóttur?“ „Svolítinn drenghnokka.“ Ignatius Gallaher sló stórkallalega á bakið á vini sínum. „Bravó,“ sagði hann, „alltaf vissi ég að þú værir seigur, Tommi.“ Litli-Chandler brosti, leit vandræðalega niður í glasið og beit á neðri vörina með þremur barnslega hvítum framtönnum. „Eg vona að þú komir til okkar eitthvert kvöldið, áður en þú ferð,“ sagði hann. „Konan mín mundi hafa mjög gaman af því að sjá þig. Við getum haft dálitla músík og —“ „Þakka þér afskaplega vel, gamli vinur,“ sagði Ignatius Gallaher. „Mér þykir það leitt að við skyldum ekki sjást fyrr. En annað kvöld verð ég að fara heim.“ „í kvöld, kannski ....?“ „Mér þykir ákaflega leitt, gamli minn. Þú skilur; við erum hérna tveir saman; fjári góður náungi, sem er með mér; og við erum búnir að ráðgera að spila í kvöld. Annars. .. . “ „Jæja, ef svo er....“ „En hver veit?“ sagði Ignatius Gallaher hugsandi. „Kannski ég skjótist hingað að ári úr því maður er byrjaður á því á annað borð. Maður á þá ánægjuna inni.“ „Þá það,“ sagði Litli-Chandler. „Næst þegar þú kemur verðum við að skemmta okkur saman eina kvöldstund. Er það ekki á- kveðið?“ „Jú, það er ákveðið,“ sagði Ignatius Gallaher. „Ef ég kem næsta ár, parole d’honneur.“ „Og við fáum okkur einn í viðbót upp á það,“ sagði Litli- Chandler. Ignatius Gallaher tók upp stórt gullúr og leit á það. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.