Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 84
194 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Á þetta að vera sá seinasti?“ sagði hann. „Því þú veizt ég er tímabundinn." „Já, já, allra síðasti,“ sagði Litli-Chandler. „Jæja, þá það,“ sagði Ignatius Gallaher, „fáum okkur einn af viskí í viðbót.“ Litli-Chandler pantaði drykkinn. Roðinn sem hafði hlaupið í kinnar hans nokkrum mínútum áður var ekki horfinn. Hann var vanur að roðna af smámunum og nú var hann heitur og æstur. Þrjú lítil viskístaup höfðu gert hann ölvaðan og hinn sterki vindill Gallah- ers hafði ruglað hugsanir hans, því hann var fíngerður og reglu- samur maður. Hin ævintýralega tilviljun, að mæta Gallaher eftir átta ár og vera hér með honum á Hótel Korless í Ijósadýrðinni og glaumnum, hlusta á sögur hans og taka um stundarkorn þátt í hinu glæsilega flökkulífi hans, kom hinu tilfinninganæma skapi hans úr jafnvægi. Hann fann sárt til andstæðnanna milli þess lífs, sem vinur hans lifði og síns eigin lífs og honum fanst þetta óréttlátt. Gallaher var ver ættaður en hann og hafði minni menntun. Hann var viss um, að hann gæti gert eitthvað meira og betra en vinur hans hafði gert eða mundi nokkurn tíma gera, eitthvað, sem væri meira virði en þessi flausturslega blaðamennska, aðeins ef honum gæfist tæki- færið. Hvað var honum til fyrirstöðu? Þessi ólukkans feimni. Hann langaði til að ná sér niðri á einhvern hátt, sanna gildi sitt. Hann sá hvað bjó undir neitun Gallahers við heimboði hans. Gallah- er var aðeins að sýna lítillæti sitt með vingjarnleik sínum, alveg eins og hann var að sýna írlandi lítillæti með því að heimsækja það. Þjónninn kom með vínið. Litli-Chandler ýtti öðru glasinu til vin- ar síns og lyfti hinu djarfmannlega. „Hver veit?“ sagði hann, um leið og þeir báru glösin að vörum sér. „Kannski mér veitist sú ánægja að óska herra Ignatius Gallaher og frú hans hamingju og langra lífdaga, þegar þú kemur næsta ár.“ Ignatius Gallaher kipraði annað augað íbyggnislega yfir glas- röndina meðan hann teygaði drykkinn. Þegar hann hafði drukkið teyginn frussaði hann svolítið með vörunum, setti glasið á borðið og sagði:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.