Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 96
206
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
af fyrstu tíu þúsund föngunum lifðu aðeins — um hundrað. Flutn-
ingar til annarra staða eða lausn úr haldi hafði ekki ótt sér stað. Af
fyrstu tíu þúsund föngunum voru meðal annars hinir hetjulegu
verjendur pólska virkisins Hela, sem eins og kunnugt er vörðust
í fjórar vikur eftir eyðingu pólska hersins í september 1939. Það
er ennfremur staðreynd, sem ég hef haft tækifæri til að athuga, að
árið 1943 dóu fimm þúsund og fimm hundruð fangar af fangatölu,
sem var að meðaltali þrjú þúsund og fimm hundruð. Það er enn-
fremur staðreynd, sem ég sjálfur hef verið vitni að, að frá 1. janúar
1944 til 1. maí sama ár dóu tvö þúsund sjö hundruð áttatíu og sex
fangar af fangatölu, sem var að meðallagi fjögur þúsund. Með öðr-
um orðum: íbúar fangabúðanna liðu undir lok mörgum sinnum á
ári.
Og þetta allt gerðist áður en aðaleyðingin byrjaði. Þegar eyðing-
in mikla bófst í stríðslokin, urðu tölurnar allt aðrar. Þegar fanga-
búðirnar fluttust burt í janúarlok 1945, var númeratalan komin yfir
110 000. Af þessum 110 000 föngum er hægt að segja með vissu, að
70 000 dóu í Stutthof.
Hvernig var hægt að koma svona mörgum manneskjum fyrir
kattarnef án þess að hafa um hönd fjöldaaftökur og fjöldamorð, en
eins og sagt hefur verið voru slíkar aðferðir ekki teknar í notkun
í Stutthof fyrr en seinna?
Það gerðist á þann hátt, að fangarnir voru sveltir, þeim var mis-
þyrmt, og þeir voru látnir ofþreyta sig til bana. Þeir voru látnir
veslast upp í óhreinindum — af sjúkdómum og sulti. Ástandið í
Stutthof var þannig, að sá fangi, sem ekki fékk matarsendingar að
heiman eða frá Rauða krossinum, var dæmdur til að deyja. Meðal-
aldur slíkra fanga í Stutthof var þrír til fjórir mánuðir. Það voru
með öðrum orðum Rússarnir, sem fyrst og fremst voru dauða-
dæmdir, og á eftir þeim komu Pólverjarnir með hæsta dánartölu.
Annars voru 90% af föngunum Rússar og Pólverjar þangað til hinn
mikli aðflutningur af Gyðingum hófst.
Maturinn var þrjú hundruð grömm af brauði á dag. Þar dróst
frá sá sjötti hluti, sem ýmsar eftirlitsnefndir tóku í sinn ldut. Enn-
fremur ber að athuga, að 50% af brauðinu var viðarkvoða og hinn