Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 97
STUTTHOF
207
helmingurinn kornblanda og kartöflur. Næringin í þessu brauði
var mjög lítilfj örleg. Auk þessa fengum við % lítra af súpu á dag.
Um hana er nægilegt að segja, að fyrstu tvo mánuðina, sem við
dvöldumst í fangabúðunum, var hún eingöngu vatn, sem dálítill gul-
rófubiti var soðinn í. Kjötskammturinn, sem auglýstur var 10
grömm handa hverjum fanga á dag kom aldrei í ljós. Þetta litlitla
smjörlíki, sem við fengum, var búið til úr kolum. „Kaffið“, sem
við fengum endrum og sinnum, var ekkert annað en gruggugt vatn
án sykurs eða annarra sætinda.
Með slíkt fæði og án utanaðkomandi hjálpar voru fangarnir dauð-
ans matur, þar eð þeir þurftu að vinna 12—14 tíma stritvinnu í sól-
arhring og höfðu auk þess aldrei næði.
Heilbrigðar manneskjur, sem komu til fangabúðanna, líktust að
fáum vikum liðnum því, sem var eftirlætisorð herraþjóðarinnar:
Umskiptingum.
Sannleikurinn er sá, að þetta hungraða, misþyrmda og þjáða
fólk átti að vinna og vinna rnikið. Auk hinna fyrrnefndu 12—14
vinnustunda var haldin liðskönnun, sem við fangarnir óttuðumst
mest af öllu. Það er að segja, að kvölds og morgna, stundum um
miðjan dag líka, var föngunum úr nokkrum bröggum skipað að
standa þráðbeinum í röðum með húfuna í hendinni. Þessi liðskönn-
un stóð aldrei skemur en klukkutíma í senn, en stundum lengur,
hvort sem snjókoma eða rigning var, ellegar 20 stiga frost og þar
yfir. Ef tölunum bar ekki saman, ef einn eða fleiri vantaði, ef Þjóð-
verjarnir eða undirtyllur þeirra töldu rangt, biðum við þangað til
tölurnar komu heim. Ég hef sjálfur staðið í liðskönnun í nístandi
frosti næstum fjóra tíma í einu. Þetta þýddi, að soltnar og aðfram-
komnar manneskjur, sem hvorki höfðu skó til að ganga á né föt til
að skýla tærðum líkömunum, lömuðust algerlega, fengu lungnabólgu
og dóu, enda var það tilgangurinn með hinum löngu liðskönnunum.
Þeir, sem höfðu dáið um daginn eða nóttina áður, voru taldir með.
Líkunum var hlaðið upp við endann á bragganum og þau talin með
við liðskönnunina.
Ef liðskönnunin stóð sérstaklega lengi, og við vorum þreyttari og
uppgefnari en venjulega, skipuðu SS herrarnir ævinlega einum eða
fleirum af hópnum að syngja fjörugt lag. Þetta allt ásamt „stjórnar-