Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Qupperneq 101
STUTTHOF
211
hvötum sínum. Eftir frelsun okkar var hann skotinn af Rauða
hernum.
Nr. 3 var „svartur“, þ. e. a. s. hann bar svartan þríhyrning, sem
átti að merkja eitthvað í þá átt, að hann væri „latur“ og „ófélags-
lyndur“. Hann gekk með ólæknandi brjálsemi.
Nr. 4 var þýzkur sportmorðingi, sem kom til Stulthof frá Gyð-
ingafangabúðum í Eystrasaltslöndunum, en þar hafði hann myrt
Gyðinga þúsundum saman. Hann var skotinn á aðfangadagskvöld
1944, er hann reyndi að laumast inn í fangabúðirnar til Gyðinga-
kvennanna. Hvort það voru misgrip af hálfu varðarins eða ekki,
varð aldrei fullljóst. En það má svo hjartanlega einu gilda.
Nr. 5 og sá síðasti af hverfisstjórunum var fyrrverandi foringi í
skipulagðasta bílaþj ófafélagi Stór-Þýzkalands. Hann kom einnig
frá Gyðingafangabúðum í Eystrasaltslöndunum. Hann var eftir
frelsun okkar skotinn af Rauða hernum í Nawity í Austur-Pommern.
Þannig mætti lengi telja. Eitt þrælmennið í viðbót, sem einnig
er sagt að hafi týnzt í Stettín af tréspíritusdrykkju, hafði mörg
hundruð morð á samvizkunni. Hann myrti bróður sinn í Stutthof.
Það er vel skiljanlegt, að líf fanganna yrði að sannkölluðu hel-
víti með þessa manntegund yfir höfði sér, en á allar hliðar gadda-
vír með sterkum rafmagnsstraumi. Aðeins sá, sem fékk bögglasend-
ingar að utan og gat mútað þeim skríl, hafði möguleika á að sleppa
lifandi.
Mér finnst stöðugt, að siðferðishrunið, sem varð í Stutthof, sé
langtum hræðilegra en mannfellirinn eða fjöldamorðin, sem voru
framin þar.
Auk hinna venjulegu píninga, sem þeir „grænu“ höfðu um liönd
á nótt sem degi, voru hinar „lögbundnu“ píningar. Þ. e. a. s. að
næstum því á hverju kvöldi við liðskönnunina og margoft um miðj-
an daginn líka voru 10—15 fangar eða fleiri kallaðir fram fyrir
aðalhlið fangabúðanna, þar sem þeir voru lagðir yfir þar til gerðar
trönur og hýddir 10 — 15 — 20 högg, eftir því, hvað „afbrotið“
var stórt. Birgðastjórinn, böðullinn eða SS-mennirnir framkvæmdu
verknaðinn með tveggja metra langri leðursvipu.
Oft var þetta sama og bráður bani fyrir tærðar og dauðsjúkar