Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 115
SAMVIZKA HEIMSINS, SKÁLDIÐ OG STAÐREYNDIRNAR 225 að minnsta kosti í tímariti, sem kennt er við hugtakið menningu. En þeim, sem þessi lestur myndi ofbjóða, ætla ég að gefa hér nokk- ur dæmi um tón og meðferð staðreynda hjá 0. J. S. Yfirleitt vitnar Ó. J. S. í orð mín á mjög einkennilegan hátt. í 1. hefti þessa tímarits 1945 sagði ég m. a. orðrétt: „Hermenn okkar hafa orðið að leggja mikiö í sölurnar persónulega. Þannig hafa t. d. stúdentar margir hverjir orðið að fresta námi, oft árum saman.“ Samkvæmt Ó. J. S. hefði ég komizt svo að orði, að „sænskir her- menn hafi orðið að leggja mikið í sölurnar persónulega, nefnilega að fara snemma á fætur, æfa sig í snúningum til hægri og vinstri, takast á liendur hressandi gönguferðir, læra að hleypa skoti af byssu og stjórna ýmsum vélknúnum farartækjum“. Útsaumur þessi á orðum mínum er líklega ætlaður að vera háð. En ef Ó. J. S. hefur með þessu hugsað sér að hitta Svíþjóð sérstaklega, þá hefur honum skjátlazt mjög. Ég veit ekki, að snúningar, gönguferðir, skotæfingar og vélknúin farartæki séu meira einkennandi fyrir sænska herinn en fyrir t. d. hinn rússneska eða brezka. Þegar ég las þessar glósur, datt mér ósjálfrátt í hug, að Ó. J. S. hefur einu sinni fengizt við að skrifa bækur handa börnuin. Lýsing hans á heræfingum er úr garði gerð, eins og hún væri liður í smábarnafræðslu: „Hermaður er maður, sem heldur á byssu, hleypir af henni skoti, snýr til hægri og vinstri“ o. s. frv. Þó að þessi lýsing komi rnönnum fátæklega fyrir sjónir, virðist Skáldið hafa úttæmt í hana alla hernaðarlega þekkingu sína. Því að þegar hann kemur seinna í greininni að sænska hernum á ný, hefur hann ekkert annað að bjóða mönnum upp á en þessar sömu gönguferÖir og snúninga til hægri og vinstri. Óþreytandi heldur Ó. J. S. smábarnafræðslunni áfram í lýsingu sinni á sænskum diplomat: „Svíar létu stundum sendiherra sinn í Berlín fara í sparifötin, setja hvítt um hálsinn, taka upp betri loníett- urnar og ganga síðan á fund einhvers gálgameistarans“ o. s. frv. Ef þessi lýsing á diplomatískum siðvenjum er rétt — en það skiptir í þessu sambandi ekki máli — hittir hún hvort sem er ekki Svíþjóð frekar en önnur lönd, sem hafa fulltrúa hjá öðrum ríkjum. En skýringin á orðatiltæki Ó. J. S. hlýtur að vera sú sama og áðan — að hann hefur haft smábörnin í huga: „Sendiherra er maður, sem fer í sparifötin ó rú.nhelgum dögum, setur hvítt um hálsinn“ o. s. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.