Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 118
228 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kynnast þeim. Það hefði ekki þurft að fara lengra en í sænska sendi- ráðið hér í Reykjavík, en ég býst við, að því hefðu þar verið látnar í té allar þær upplýsingar, sem það vantaði. 0. J. S. virðist lifa í þeirri trú — eða ef til vill von? — að ná- grannar Svía líti eins og hann sjálfur á Svía sem huglausa stríðs- gróðamenn og á pólitik þeirra á styrjaldarárunum sem brot gagn- vart mannkyninu. Honum til upphyggingar ætla ég að minna hér á nokkrar danskar og norskar raddir um Svíþjóð eftir stríðslok. Christmas Möller hefur ekki við eitt heldur fleiri tækifæri látið opinberlega í ljós þá skoðun sína, að sérhver norræn þjóð hefði í stöðu Svía gert eins og þeir. Danski ritstjórinn Aage Heinberg er ef til vill fleiri mönnum kunnur sem Niels Ebbesen, en undir dul- nefni þessu hefur hann gefið út þrjár bækur um Danmörku á her- námsárunum. I grein sinni Situationen i Danmark i Ojeblikket, sem birtist í sænska frjálslynda tímaritinu Samtid och Framtid, febrúar 1946, kemst hann að lokum svo að orði: „Hatrið gagnvart nazistum, gagnvart landráðamönnum og Þjóðverjum, skal ekki hverfa og ger- ir það ekki heldur. Hrifningin af Bretum og Rússum — hrifning út fyrir öll takmörk — mun aftur á móti varla halda sér á þessu stigi. En — Svíþjóð, sem hefur á svo einstakan hátt hjálpað okkur á stríðsárunum, og Noregur, raunabróðir okkar, — það eru og verða þó þau tvö lönd, sem standa okkur næst, og þar eru okkar verulegir vinir.“ (Leturbreyting mín). Heyrum svo rödd Noregs! Nygaardsvold, forsætisráðherra útlagastjórnarinnar norsku sagði skömmu eftir uppgjöf Þýzkalands: „Nú, þegar Noregur er aftur frjálst land, getum við af meiri óhlutdrægni litið á þau fyrirbrigði, sem ullu óánægju og tortryggni í Noregi. Við sjáum nú, að aðal- atriðið fyrir Svíþjóð á þessum tíma var að koma í veg fyrir að styrj- öldin breiddist einnig til Svíþjóðar, og nú getum við verið svo ær- legir að viðurkenna, að hlutleysi Sviþjóðar var til hamingju fyrir Noreg og norsku þjóðina.“ Þegar Ólafur ríkisarfi var nýkominn heim til Oslóar úr útlegðinni, komst hann svo að orði á blaða- mannafundi, um leið og hann þakkaði Svíum fyrir hjálpina handa Noregi á styrjaldarárunum: „Ég er sannfærður um, að eftir þetta mun vináttan milli sænsku og norsku þjóðarinnar verða dýpri en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.