Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 119
SAMVIZKA HEIMSINS, SKÁLDIÐ OG STAÐREYNDIRNAR
229
áður.“ (Bæði þessi ummæli eru hér tekin upp úr bókinni Grannar
emellan eftir Svíann Bertil Kugelberg og Norðmanninn Joakim
Ihlen. Sthlm 1945, bls. 145).
SkáldiS verður að fyrirgefa mér frekjuna — en ég játa kinnroða-
laust það álit mitt, að réttur Christmas Möllers, Aage Heinbergs,
Nygaardsvolds og Ólafs ríkisarfa að koma fram sem fulltrúar
dönsku og norsku þjóðarinnar sé töluvert öruggari en réttur Ó. J. S.
að mæla fyrir munn íslenzks almennings.
NorSmenn, Danir (og Finnar mætti ef til vill bæta við) eru þær
þjóðir, sem hljóta að vera bezt færar um að dæma urn sænska
pólitík á stríðsárunum. Ef stefna Svíþjóðar hefði verið það lítil-
mannleg og Ó. J. S. virðist halda, finnst manni dálítið skrítið, að ein-
mitt þessi stefna gæti haft þau áhrif á sambúS NorSmanna og Svía,
sem Ólafur ríkisarfi benti á. En eins og greinilega kernur í ljós í
orðum Nygaardsvolds eru menn nú almennt farnir aS skilja, að
SvíþjóS hefur ekki haft nema um tvennt að velja: annaðhvort þá
stefnu, sem var valin, eða uppgjöf fyrir Þjóðverjum eftir slutta við-
spyrnu. Ég vildi gjarnan spyrja — ekki Ó. J. S. en þá menn, sem
reyna að dæma um hlutina af skilningi og sanngirni: Hvaðan ættu
Svíar aS hafa fengið bandamenn í stríði við Þýzkaland Hitlers árið
1940? Kannski frá Bretlandi — en þar kom um þetta leyti háttsett-
um mönum til hugar að ganga inn á sérfrið við Þjóðverja? Kannski
frá hinu gersigraSa Frakklandi? Kannski frá Rússum, sem voru í
þá daga bandamenn nazista?
Ó. J. S. segist aldrei hafa „dregið í efa, að mikill meiri hluti
sænsku þjóðarinnar hafi hatað og fyrirlitið þýzka nazista og verið
reiðubúinn að taka virkan þátt í baráttunni gegn morðstefnu þeirra,
en jafnframt fordæmt í hjarta sínu sérhverja aðstoð við þá.“ Ég
verð að játa, að þessi yfirlýsing frá hans hálfu kom mér nokkuð
á óvart. Því að ég skil ekki í öðru, en að einmitt þessi „meiri hluti
sænsku þjóðarinnar“ beri einnig ábyrgð á sænskri pólitík á styrj-
aldarárunum. AS minnsta kosti hefur þjóðin nýlega (júní 1944)
gefið stefnu ríkisstjórnarinnar næstum því einróma traustsyfirlýs-
ingu. Skoðanakönnun -— en hún hefur í SvíþjóS reynzt furðan-
lega örugg — leiddi nefnilega í ljós, að 96% sænsku þjóðarinnar
töldu sig sammála stefnu ríkisstjórnarinnar á stríðsárunum. 3%