Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 120
230
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
höfðu enga ákveðna skoðun. 1% var á móti stefnunni, og það hlýt-
ur því að vera þetta prósent, sem er í augum Ó. J. S. „mikill meiri
hluti sænsku þjóðarinnar“!
Þessi niðurstaða útilokar auðvitað ekki, að Svíar geta hýst og
látið í ljós mismunandi skoðanir á ýmsum atriðum í þessari stefnu.
í þessu sambandi má ef til vill geta hlutverks stjórnarandstöðunnar
í Svíþjóð undanfarin ár. Árásir sumra sænskra blaða á ríkisstjórn-
ina hafa eins og mörgum mun kunnugt verið lítið linari en þau
æsingaskrif, sem birt voru í blöðum Þjóðverja og Bandamanna. Og
auðvitað hafa þeir, sem hafa viljað finna sök hjá Svíum, notað sér
tækifærið og grætt á ummælum þessara sænsku blaða. En að láta
þessi blöð ein bera vitni í máli Svíþjóðar, væri sama og ef menn
erlendis mynduðu skoðun sína á íslenzkri pólitík seinustu áranna
eingöngu með því að lesa Tímann. Þar með er ekki sagt, að sumir
af þessum stjórnarandstæðingum — það nægir að nefna Torgny
Segerstedt — hafi ekki verðskuldað þökk allrar þjóðarinnar. Þeir
hafa stælt viðspyrnuvilja hennar á dimmum tíma, þegar Svíar
væntu sér ekki annars en að hljóta sömu örlög og Danmörk og
Noregur.
í lok annarrar greinar sinnar segir Ó. J. S., að ég virðist „falla
í stafi yfir sálargöfgi og eðallyndi þeirra stjórnmálamanna, millj-
ónamæringa og herforingja í Finnlandi, sem kusu heldur að varpa
þjóð sinni í glötun og neyð en styggja þýzka herrafólkið. Honum er
að sjálfsögðu heimilt að játa þessa einkennilegu trú í framandi
landi, en hitt er dálítið óviðfeldið, að hann skuli jafnframt kapp-
kosta að varpa hnútum og illindum að Ráðstjórnarríkjunum, sem
ekki hafa sýnt okkur íslendingum annað en fyllstu vinsemd“. —
t). J. S. segist hér eiga við erindi það, Hlutleysið ■— Norðurlönd —-
Svíþjóð, sem ég flutti í Norræna félaginu haustið 1944 og sem birt-
ist seinna í Lesbók Morgunblaðsins 6. og 13. maí.
Hvar hef ég látið í ljós aðdáun mína á þeim mönnurn, sem ráku
finnsku þjóðina út í stríð við hlið Þýzkalands 1941? Ekki nema
í heila Skáldsins. — Hvað snertir athugasemd þess, að Ráðstjórn-
arríkin hafi alltaf sýnt íslendingum fyllstu vinsemd, skil ég ekki,