Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 127
UMSAGNIR UM BÆKUR 237 postulínsdrasl að tíma ekki að sjá af fé til að auka menningu sína og bæta smekk sinn. Væntanlega mun engum útgefanda þykja gengið á hlut sinn þó sagt sé að Helgafell hafi forustu um myndarskap í bókagerð. Utgáfur þess forlags eru yfirleitt með menningarbrag, og er skemmst að minnast hinnar gagnmerku út- gáfu á verkunt Þorgils Gjallanda sem út kom á seinasta ári. Hér mun aðeins verða minnst örfáum orðum á þrjár viðhafnarútgáfur Helgafells frá síðasta ári, Brennunjálssögu, Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar og Ljóðmæli Stefáns frá Hvítadal. Arið 1944 hóf Helgafell útgáfu sína af íslenzkum fornritum með Heirns- kringlu. Þótt undarlegt megi virðast var það fyrsta heildarútgáfa þess rits sem prentuð hefur verið hér á landi og í alla staði hin glæsilegasta. Var hún skreytt hinum frægu myndum norskra listamanna sem kunnar eru af norskum og hrezkum útgáfum. I fyrra hélt útgáfan áfram með Brennunjálssögu í útgáfu Halldórs Kiljans Laxness. Sú útgáfa má vera oss Islendingum enn meira gleði- efni en útgáfa Heimskringlu, vegna þess að þar gafst íslenzkum listamönnum í fyrsta sinn kostur á að prýða fornritaútgáfu með teikningum úr efni sögunn- ar. En fornrit vor og þjóðsögur hljóta að geta gefið listamönnum vorum óþrot- leg viðfangsefni. Mvndir þeirra Þorvaldar Skúlasonar og Gunnlaugs Schevings eru margar stórbrotin og áhrifarík listaverk, en Snorri Arinbjarnar liefur því miður ekki haft eins góð tök á viðfangsefninu. Auk teikninga listamannanna er bókin skreytt af Ásgeiri Júlíussyni, og allur frágangur hennar og band er með þeim ágætum, að fegurri bók mun ekki hafa verið gefin út á Islandi. Hver sá sem les þessa útgáfu Brennunjálssögu ætti að rifja upp fyrir sér hinar grátbroslegu deilur um stafsetningu fornrita. Það má segja að þessi útgáfa sé lokaröksemd í þeirri deilu, röksemd sem ekki er hægt að svara. Eftir nokkur ár mun enginn ætla sér þá dul að hjóða íslenzkum almenningi fornritaútgáfu sem ekki er gefin út sem bókmenntir og með stafsetningu þeirri sem nú tíðkast. Helgafell minntist hundrað ára dánarafmælis Jónasar Hallgrímssonar með skrautlegri útgáfu af Ijóðum hans. Ekkert virðist hafa verið til sparað að gera ytra útlit hennar sem glæsilegast, en þó finnst mér hún ekki eins smekkleg og útgáfa Brennunjálssögu. Hún er í heldur stærra broti, en þótt hið viðamikla brot fari Brennunjálssögu vel fer það ljóðum Jónasar miður. Ég mundi hafa kosið mér ljóð hans í léttri, lipurri útgáfu. En skreyting bókarinnar er með miklum ágætum og smáteikningar Jóns Engilberts þýðar og Ijúfar, í anda Jónasar Hallgrímssonar. Ank þess hefur verið tilkynnt að von sé á litmyndum í bókina, og segja þeir sem þær hafa séð að þær muni verða mikil bókarprýði. Tómas Guðmundsson hefur skrifað formála um Jónas og búið ljóðin undir prentun. Formálinn er skrifaður af glæsilegri íþrótt og skáldlegum tilþrifum. Áhrifamikil er lýsingin á síðustu stundum Jónasar, en hún hefur því miður reynzt byggð á sandi. Gunnlaugur Claessen hefur sýnt frarn á það með óyggj- andi rökum í merkri grein í 3.—4. hefti Heilbrigðs lífs 1945 að andlát Jónasar hafi ekki borið að höndum á eins rómantískan og hetjulegan hátt og lýst hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.