Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 50
240 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kynþáttarhugtakið Þegar við reynum að skipta mannkyninu í aðgreinda kynþætti, mæt- um við strax erfiðum vandamálum. Á hvaða eiginleika eða eiginleikum eigum við að byggja slíka skiptingu? Menn hafa reynt að miða við ýmsa eiginleika. Bezt þekkt mun vera skipting í kynþætti eftir lit húðarinnar. Við höfum þá hvítan kynþátt, svartan, gulan o. s. frv. Annar eiginleiki, sem menn hafa reynt að grundvalla kynþáttaskipt- ingu á, er gerð og hlutföll andlits- og höfuðbeina, einkum þá hlutfallið milli höfuðlengdar og höfuðbreiddar. Flestir munu hafa heyrt talað um langhöfða og stutthöfða í þessu sambandi. Meðal annarra eiginleika, sem mikið hefur verið stuðzt við, má nefna augnalit; háralit; gerð hársins, hvort það er slétt eða hrokkið; líkams- stærð og vaxtarlag. Það hefur enn fremur verið reynt að greina milli kynþátta með því að skipta eftir blóðflokkum og mismun á starfsemi lokaðra kirtla. Sameiginlegt öllum tilraunum til að skipta mannkyninu í kynþætti er það, að skiptingin verður að grundvallast á líffœrafrœðUegum eigin- leika, sem er arfgengur. Allar þær skiptingar, sem víkj a frá þessari reglu, geta ekki verið skiptingar í kynþætti. Sé eiginleiki sá, sem skiptingin er byggð á, ekki arfgengur, þyrftu börn ekki að vera af sama kynþætti og foreldrar þeirra, og sami maðurinn gæti þá tilheyrt mismunandi kynþátt- um á ýmsum tímabilum ævi sinnar. Margir þeirra, sem hafa reynt að skipta fólki í kynþætti, hafa ekki gert sér þetta einfalda grundvallaratriði ljóst, en hafa ruglað kynþáttaskipt- ingu saman við skiptingu í þjóðir, sem er félagsleg og hagfræðileg skipt- ing, eða þeir hafa ruglað saman kynþáttum og tungumálum. Við getum skipt fólki í hópa eftir því hvaða tungumál það talar, og t. d. greint þá, sem tala germönsk mál, frá þeim, sem tala semítisk mál, en þá er mikil- vægt að gera sér ljóst, að þetta kemur kynþáttagreiningu alls ekkert við. Þeir sem tala tungumál af ólíkum uppruna, geta að sjálfsögðu ver- ið af ólíkum kynþáttum, en þeir þurfa ekki að vera það. Mjög vel þekkt- ur ruglingur af þessu tagi er kenningin um aría sem sérstakan kynþátt. Orðið arískur var upprunalega notað af enskum málfræðingi, sem fékkst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.