Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 92
Umsagnir um bækur r v Halldór Kiljan Laxness: SilfurtúngliS Leikrit í fjórum þáttum. Helgafell 1954. NÝtt leikrit eftir Halldór Kiljan Lax- ness, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og birt í bókarformi sama daginn — það er við- burður í leikhúslífi og bókmenntum okkar Islendinga. Það var því engin furða að eftirvænting margra og forvitni væri mikil á frumsýningunni; það er langt stökk frá Gerplu til Silfurtungls- ins, og mörgum nokkuð í mun að sjá hversu það tækist. Og það tókst; HKL sýndi með þessu verki að hann hefur vald á hinu hnitmiðaða formi leikritsins, getur hagnýtt sér það engu síður en skáldsöguna til þess að skapa lifandi persónur og láta í ljósi það sem hann vill segja lesendum sínum og áhorfendum. Efnisþráður leikritsins er á ytra horði einfaldur. Ung kona, Lóa, í smákaupstað „á bakvið heiminn", er að raula vöggu- kvæði yfir bami sínu; æskuvinkona hennar, Isa, sem er orðin fræg söngkona, kemur í heimsókn, heyrir lagið og eygir í því „númer". Ilún sendir hljómleika- stjóra sinn, Feilan 0. Feilan, til Lóu, og hann lokkar hana með fögrum fyrirheit- um burt frá bónda og bami til höfuð- staðarins, þar sein hún á að syngja lagið á fjölleikahúsinu „Silfurtunglinu“. „Númerið" heppnast, Lóa er komin upp í hringekjuna, og Feilan býr sig nú undir að selja hana, gegn prósentum, yfir- manni sínum og átrúnaðargoði f skemmtanaheiminum, Mr. Peacock, Universal Concert Incorporated London París New York. Lóa streitist á móti í fyrstu, barn hennar veikist, en hún fær ekki að fara heim, manni hennar er meinað að hitta hana, og hún sogast með, nauðug viljug. Þegar til kemur hef- ur Mr. Peacock meiri áhuga á öðra en að skapa heimsfrægt númer úr Lóu. Hann fleygir henni frá sér eins og druslu að lokum, og tragedía hennar fullkomn- ast með því að bóndinn rekst inn í hótel- fordyrið um nóttina eftir skilnaðarveizl- una fyrir Peacock; hann er þá með lík- kistu barnsins í fanginu, og þar liggja leiðir hjónanna saman. Lóa treystist ekki að taka við fyrirgefningu hans, en flýr í örvæntingu út á götuna og hann á eftir. Eins og gefur að skilja eru þetta að- eins grófustu drættirnir í efni leikritsins og gefa nauðalitla hugmynd um inntak þess og áhrif. Kringum þessa uppistöðu er slungið margvíslegum þráðum af miklum hagleik, ýmsar minni háttar per- sónur leggja til ómissandi drætti í heild- armyndina; öll bygging leikritsins er gerð af mikilli íþrótt. Baksvið Lóu, um- hverfið sem hún er vaxin upp í og reynir að flýja, er sýnt í fyrsta þætti með þrem- ur persónum: Ola, bónda hennar, Lauga, föður hennar, og Róra, mági hennar. Laugi gamli er kostuleg persóna, snobb sem aldrei komst það sem hann ætlaði sér, þó að hann væri alltaf með þeim
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.