Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 23
BALDUR RAGNARSSON UNDRIÐ Ég geng niður veginn móti undrinu sœla; lítið hvítt hús með lágum hýrum gluggum, í garðinum vex kúmen, haf léttra smáleitra blóma sem minna á brúðarslœður; það er sólskin í augum barnanna, sem leika sér á flötinni, hláturinn skœr og bjartur eins og bergvatn á flúðum, hreyfingarnar mjúkar og flögrandi eins og fiðrilda í hunangsleit; ég nem staðar og sezt á .stein við veginn, og jafnvel hann leggur vanga við hjarta mitt á þessari náðarstundu lífs og Ijóss, grár og grófur, en þó mýkri en áhyggjuleysi; ég loka augunum og jinn bylgjur hamingjunnar rísa og hníga umhverjis mig, fylla sál mína fögnuði fyrirheitanna, þess er koma skal, Jnátt fyrir allt; ó undur, ó blessaða Ijúfa líf þessara daga. 357

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.