Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 36
TIMARIT MALS OG MENNINGAR veruleika fátæktarinnar. Fólkið þráir og dreyniir fegurra líf, en fjallið, hin steinrunna hljómkviða, veruleikinn, er staðreyndin í lífi þess.“ Inn í þessa kyrrlátu hljómkviðu kemur sem sker- andi milliþáttur af Astu vitlausu. Ymsum finnst Fjallið og draumur- inn vera fullkyrrlát saga, orðmörg og langdregin. En þessi hljóðláti og ró- legi stíll hæfir vel því efni, sem hér er fjallað um. Ef menn vilja láta hugann dvelja um sinn við kyrrlátt íslenzkt sveitalíf liðinna alda, þá lesa þeir Fjallið og drauminn. Ef menn hins vegar vilja kynnast reykjavíkurlífinu, eins og það getur æsilegast, lesa þeir Atómstöð Halldórs Kiljans. Og eitt er víst, að með Fjallinu og draumn- um hefur Ólafur Jóhann bókfest á verðugan hátt minninguna um ís- lenzku fóstruna og fóstrann. Og öll- um her saman um, að við samningu þessarar bókar hafi hann náð afburða valdi á íslenzku máli. í sögunni Vorköld jörð tekur höf- undur í rauninni til meðferðar sama efni og í sögunni Liggur vegurinn þangað? en í öðru umhverfi og held- ur í gagnstæða átt. í stað þess að skáldið í fyrri sögunni firrist ástmey sína til að fylgja köllun sinni, kvæn- ist það henni í síðari sögunni, en fórnar skáldgyðjunni aðeins stolnum stundum frá fátæktarbasli sveitalífs- ins. Af þessu verður mikil örlagasaga — togstreitan milli skyldunnar að vinna fyrir brýnasta lífsuppeldi við örðugar aðstæður og útþrárinnar, sem aldrei verður svalað. Hlutur sveitakonunnar, Herdísar Herinanns- dóttur, verður þó raunar meiri en skáldbóndans, Guðmanns Eiríks frá Hausastöðum, enda býr hún að upp- eldi því, sem hún fékk hjá fóstru sinni á Rauðalæk. Persónur eru nokk- uð margar í þessari bók, allar fast- mótaðar og vel gerðar. Það gerist einnig meira í þessari sögu en Fjall- inu og draumnum, það er meiri spenna í frásögninni. Þetta er sagan af böli fátæktarinnar og fegurðarþrá hjartans. Og þó að Vorköld jörð sé bölsýn bók, er í henni mikil fegurð engu síður en Fjallinu og draumnum. Veldur því hin ríka samúð, sem höf- undur hefur með persónum sögunnar og hinn kliðmjúki, hógláti og blæ- fagri stíll, sem hann hefur tamið sér. Síðasta skáldsaga Ólafs Jóhanns, Gangvirkið, gerist í Reykjavík á út- mánuðunum 1940 og lýkur, þegar landið er hernumið. Þetta mun vera upphaf að nýjum sagnaflokki. Nú er sögusvið höfundar aftur Reykjavík líkt og í sögunni Liggur vegurinn þangað? Gangvirki sálarinnar er aft- ur farið að tifa í leiguhjalli í höfuð- borginni. Að vísu er gangvirkið við það að stöðvast, en ef ég skil líkingu höfundar rétt í upphafi sögunnar. á það eftir að hrökkva í gang við ein- hver váleg tíðindi. Sögumiðið er í rauninni ekki ósvip- að og í sögunni Liggur vegurinn 370
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.