Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeir takmarkaða hugmynd um söguna sjálfa. í þessari sögu tekur Ólafur Jó- hann afstöðu til existentialismans, en bölhyggja hans var mjög í tízku eftir síðari heimstyrjöldina. Höfuðprestur þessarar heimspekistefnu var Jean- Paul Sartre. í viðtali í tímaritinu Birtingi 3—4 hefti 1958 lætur Ólafur Jóhann svo ummælt, að honum finn- ist æ fleiri kappkosta að skrifa annað- hvort um manninn fyrir ofan axlir eða neðan mitti. í smásögunni mun hann beina skeytum sínum að tvenns konar rithöfundum: annars vegar að þeim sem haldnir eru bölsýnum freud- isma og svo hins vegar þeim, seni leggja megináherzlu á vitsmunalífið. I birtingsviðtalinu segir hann um Al- bert Camus, að hann etji saman heila- búum, og mun þá einkum eiga við skáldsögu hans La Chute (Fallið), en hún gerist raunar öll í heilabúi eins manns. Hann hafnar einnig verk. lýðsbókmenntum, sem eru ýmist eins og Helgakver eða Mannamunur. Hann hafnar allri ónáttúru, hann vill skrifa um manninn frá sem flestum hliðum, lífsbaráttu hans í blíðu og stríðu. í áðurnefndri sögu er ekki um nein reikningsskil að ræða við exi- stentialistana, hann mun aldrei hafa verið á þeirra snærum. Hins vegar getur hann þess í birtingsviðtalinu — og orðar á veiðimanns vísu —, að hann hafi slitið sig af öngli Heming- ways, um leið og hann lauk við að semja söguna Liggur vegurinn þang- að? í fyrstu bókum Ólafs Jóhanns gæt- ir allmikillar bölsýni, en sú bölsýni hefur verið á sífelldu undanhaldi í hverri nýrri bók fyrir vaxandi bjart- sýni og góðlátlegri kímni. Ég hygg að Ólafur Jóhann sé að upplagi bjart- sýnn humoristi, en viðkvæmur og ríkur af samúð. Kreppan eftir 1930 lagðist hins vegar sem farg yfir bjart- sýni hans. En hann hlaut líka í henni þá eldskírn, sem forðaði honum frá því að láta bugast af bölmóði styrj- aldaráranna og hinum mannskemm- andi áróðri kalda stríðsins. Það er táknrænt að úrvali því, er Sigurður Guðmundsson gerði fyrir Bókaútgáfu Menningarsjóðs, gaf hann heitið Ljósir dagar. Albert Camus kallaði tuttugustu öldina öld óttans. Og víst er um það, að sjaldan hafa hugsandi menn verið eins uggandi um framtíð alls mannkyns. Ég skil margt í síð- ustu sögum Ólafs Jóhanns á þann veg, að hann vilji bregðast þannig við þessu ástandi að leggja sífellt meiri áherzlu á sannan húmanisma. Mér skilst, að mannlífstúlkunin í síðustu sögum hans sé að verða bjartsýnni. Hann virðist trúa því, að mannkynið eigi sér enn þrátt fyrir allt fagurt og gleðiríkt líf fyrir höndum. 376
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.