Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Frami Stefáns Zweigs sem lista- manns var óvenjuör. Nítján ára stúd- ent lætur hann frá sér fara ljóðabók, sem'fremstu ljóðskáldin og þeir, sem hann dáði heitast, veittu viðurkenn- ingu og sjálfur Rilke þakkaði með áletraðri sérútgáfu af fyrstu ljóðum sínum. Samtímis skörtuðu ritgerðir hans í sjálfum helgidómi þess blaðs, er strangastar kröfur gerði til sjálfs sín í menningarlegum efnum í þýzku- mælandi heimi. Hann er enn ekki hálfþrítugur, þegar konunglega leik- húsið í Berlín óskaði eftir frumsýn- ingu á leikriti eftir hann og fann þar hlutverk handa öðrum af tveim stór- brotnustu leikurum samtíðarinnar. Þrjátíu og sex ára að aldri hefur lista- lausung eftirstríðsáranna fyrri að vísu dæmt hann úr leik, þar sem hon- um hafði láðst að apa tízkutilburði, en nokkrum árum síðar náði sala bók- arinnar Undir örlagastjörnum einum fjórða úr miljón, og af hverri nýrri bók, sem eftir hann kom, seldust tutt- ugu þúsund eintök á fyrsta degi, áður en nokkur auglýsing hafði birzt í blöðunum, segir hann í allri sinni hlé- drægni. Rit hans voru þýdd um víða veröldu, og einn daginn rekst hann á þá fregn í skýrslu Þjóðabandalagsins í Genf, að hann sé mest þýddur allra rithöfunda heims. Það var alþýða manna, sem elskaði ritin, fátækur skólapiltur revtti einustu aurana sína upp úr vasanum til að geta eignazt bók eftir hann, og fremstu andans menn heimsins voru félagar hans og vinir. En þessi ástmögur alþýðu allra landa, þessi heimsfrægi snillingur, sem naut fagnaðar hinnar listrænu sköpunar í fleytifullum mæli, hann gerði endi á þessu Iífi með eigin hendi sextugur að aldri, að yfirlögðu ráði, til þess að geta kvatt óbugaður, segir hann í síðustu línunum, sem rit- aðar voru hans hendi. Sjálfsmorð Stefáns Zweigs er í röð harmrænustu atburða í sögu síðustu áratuga. Það snart margan sem upp- gjöf fegurðarinnar og mannúðarinn- ar og snillinnar frammi fyrir ógnum villimennsku og grimmdar, sem ríða húsum lífelskandi mannkyns og skópu sér sitt tákn í persónu Adólfs Hitlers. En örlög hans reyndust ekki neitt tákn í ljósi sögunnar. Baráttan fyrir fegurð, mannúð og snilli færist í auk- ana með hverju ári, svo að villi- mennska stríðsbrjálæðisins neyðist til að standa með hendur í vösum eða hopa á hæli, meðan hún bíður betra lags, ef gefa skyldi. Og þó eru örlög hans ekki einstaklingsörlög. Þau eiga rætur í hinu almenna og bjóða sig fram til rannsóknar þeirra afla, sem eru þar að verki. Við höfum þegar í fám orðum rak- ið sigurbraut hans á sviði listar sinn- ar. Og þann sigur meðtók hann í djúpri nautn listamannsins, að hans eigin vitnisburði á síðustu árum æv- innar. Ekki er þess að dyljast, að 378
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.