Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 63
SIGFUS DAÐASON Um nokkur atriði Kongómálsins Atburðina sem eru að gerast í Kongó má skoða frá ýmsum sjónarhornum. Al- gengast hefur verið um sinn að líta á þá einvörðungu í ljósi baráttunnar milli Aust- urs og Vesturs, en sá skoðunarháttur er sennilega sízt hæfur til að veita mönnum skilning á eðli þeirra. Einnig má ræða Kongómálið sem prófstein Sameinuðu þjóðanna, leita í því að svari við þeirri spurningu hvort Sameinuðu þjóðimar séu líklegar til þess í bráð að geta gegnt hlut- verki alþjóðlegrar löggæzlu, eða hvort svo illa hafi til tekizt í Kongó að ekki verði lagt út á sömu braut aftur að svo stöddu; sú umræða væri þegar vænlegri til árang- urs. Enn mætti draga ýmsa lærdóma af framkomu hinna sjálfstæðu ríkja Afríku í þessu máli, til aukins skilnings á þeirri leið sem þessi ungu ríki eru að feta. Þetta væri liarla merkilegt athugunarefni, því ein- mitt Kongómálið hefur orðið til að draga alla Afríku fram á vettvang heimsstjóm- málanna og hlýtur að hraða stórlega póli- tískri þróun í þeirri álfu. Þessu greinarkorni er ekki ætlað að taka Kongómálið til neinnar gagngerðrar athug- unar, enda eru ekki öll kurl komin þar til grafar, og ef til vill munu aðstæður enn hafa breytzt áður en þetta hefti Tímaritsins kemur á prent. Hér verður aðeins drepið á tvö atriði sem undirritaður hefur reynt að glöggva sig á og telur reyndar að séu þess eðlis að skilgreining þeirra sé fyrsta for- senda þess að hægt sé að gera sér rétta grein fyrir því sem gerzt hefur og gerast mun í Kongó. I. Auðhringapólitík Ollu öðru fremur er þeim sem vill átta sig á Kongómálinu nauðsynlegt að hafa í huga, að ríkisstjóm Belgíu er ekki raunverulegur aðili í því máli. Hinn raunverulegi aðili, höfuðandstæðingur Lúmúmba og einingar landsins, sá aðili sem stendur bakvið skiln- aðarstefnuna í Katanga, bakvið Tshombe, og einnig Móbútú ef að líkum lætur, er breiðfylking auðhringanna sem grætt hafa á náttúruauðæfum Kongó og hafa í raun og veru haft stjórn landsins á hendi um lang- an aldur, — að minnsta kosti stjóm hinna arðvænlegri hluta þess. Belgíustjórn hefur í reynd komið fram í umboði auðhringanna, nauðug viljug. Það er þó ekki fyrir það að synja að hún hafi stundum tekið ákvarðan- ir sem ríkisstjórn er stönguðust á við stefnu auðhringanna; en þeir síðarnefndu hafa ævinlega haldið sína leið án tillits til slíkra ákvarðana, í þeirri vissu að ríkisstjómin yrði að fylgja þeim en ekki þeir henni, eins og komið hefur á daginn. Þannig virðist Belgíustjórn raunar hafa verið búin að sætta sig við Lúmúmba sem forustumann Kongó eftir að það hlyti sjálf- stæði — að minnsta kosti til bráðabirgða. Allar tilraunir til að koma völdunum í hendur leppstjórnar um leið og sjálfstæðið 397

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.