Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 63
SIGFUS DAÐASON Um nokkur atriði Kongómálsins Atburðina sem eru að gerast í Kongó má skoða frá ýmsum sjónarhornum. Al- gengast hefur verið um sinn að líta á þá einvörðungu í ljósi baráttunnar milli Aust- urs og Vesturs, en sá skoðunarháttur er sennilega sízt hæfur til að veita mönnum skilning á eðli þeirra. Einnig má ræða Kongómálið sem prófstein Sameinuðu þjóðanna, leita í því að svari við þeirri spurningu hvort Sameinuðu þjóðimar séu líklegar til þess í bráð að geta gegnt hlut- verki alþjóðlegrar löggæzlu, eða hvort svo illa hafi til tekizt í Kongó að ekki verði lagt út á sömu braut aftur að svo stöddu; sú umræða væri þegar vænlegri til árang- urs. Enn mætti draga ýmsa lærdóma af framkomu hinna sjálfstæðu ríkja Afríku í þessu máli, til aukins skilnings á þeirri leið sem þessi ungu ríki eru að feta. Þetta væri liarla merkilegt athugunarefni, því ein- mitt Kongómálið hefur orðið til að draga alla Afríku fram á vettvang heimsstjóm- málanna og hlýtur að hraða stórlega póli- tískri þróun í þeirri álfu. Þessu greinarkorni er ekki ætlað að taka Kongómálið til neinnar gagngerðrar athug- unar, enda eru ekki öll kurl komin þar til grafar, og ef til vill munu aðstæður enn hafa breytzt áður en þetta hefti Tímaritsins kemur á prent. Hér verður aðeins drepið á tvö atriði sem undirritaður hefur reynt að glöggva sig á og telur reyndar að séu þess eðlis að skilgreining þeirra sé fyrsta for- senda þess að hægt sé að gera sér rétta grein fyrir því sem gerzt hefur og gerast mun í Kongó. I. Auðhringapólitík Ollu öðru fremur er þeim sem vill átta sig á Kongómálinu nauðsynlegt að hafa í huga, að ríkisstjóm Belgíu er ekki raunverulegur aðili í því máli. Hinn raunverulegi aðili, höfuðandstæðingur Lúmúmba og einingar landsins, sá aðili sem stendur bakvið skiln- aðarstefnuna í Katanga, bakvið Tshombe, og einnig Móbútú ef að líkum lætur, er breiðfylking auðhringanna sem grætt hafa á náttúruauðæfum Kongó og hafa í raun og veru haft stjórn landsins á hendi um lang- an aldur, — að minnsta kosti stjóm hinna arðvænlegri hluta þess. Belgíustjórn hefur í reynd komið fram í umboði auðhringanna, nauðug viljug. Það er þó ekki fyrir það að synja að hún hafi stundum tekið ákvarðan- ir sem ríkisstjórn er stönguðust á við stefnu auðhringanna; en þeir síðarnefndu hafa ævinlega haldið sína leið án tillits til slíkra ákvarðana, í þeirri vissu að ríkisstjómin yrði að fylgja þeim en ekki þeir henni, eins og komið hefur á daginn. Þannig virðist Belgíustjórn raunar hafa verið búin að sætta sig við Lúmúmba sem forustumann Kongó eftir að það hlyti sjálf- stæði — að minnsta kosti til bráðabirgða. Allar tilraunir til að koma völdunum í hendur leppstjórnar um leið og sjálfstæðið 397
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.