Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 71
ERLEND TIMARIT GETUR MAÐURINN LAGZT í DVALA? Sumarið 1959 var haldin í Bandaríkjun- um ráðstefna vísindamanna, sem fást við rannsóknir á fyrirbrigði því er þekkist hjá sumum spendýnim og nefnist dvali. Ráðstefnuna sátu 32 vísindamenn frá Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi, Sviss, Þýzkalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Júgó- slavíu. Tveim rússneskum vísindamönnum hafði verið boðið, en þeir gátu ekki mætt. Annar þeirra sendi ritgerð, er prentuð var með erindunum, sem flutt voru. Allir þessir menn hafa fórnað miklum tíma og miklu starfi í að rannsaka þær lífeðlisfræðilegu breytingar, sem verða þegar dýr leggst í dvala. Nokkrar tegundir spendýra geta, með því að ieggjast í dvala, lifað í óblíðu og köldu loftslagi, sem þau mundu að öðrum kosti ekki þola. Þannig hefur fkorninn, sem leggst í dvala í holu sinni að vetrinum, leyst næringarvandamál sitt með því að hætta að nærast, hann hefur leyst þann vanda að við- halda líkamshita sínum með því að lækka hann sem næst niður í hita umhverfisins. En það gætir margvíslegs misskilnings um dvala spendýra. Hér skulu tilfærð dæmi: Dvali er ekki bundinn við árstíðir. Ilann getur komið á hvaða tíma árs sem er. Kuldi kemur ekki af stað dvala, ekki vakna dýr heldur af dvala á vorin vegna vaxandi hlýinda. En sé kuldi látinn orka á dýr, sem er að leggjast í dvala, dýpkar hann dvalann. Og sé hiti látinn orka á dýr, sem er að vakna af dvala, flýtir hann fyrir því að dýrið vakni. Margskonar ástand hefur verið kallaður dvali, en er svo ekki í raun og veru. Það hefur t. d. verið sagt, að skógarbjörninn legðist í dvala, en svefn hans er ekki eigin- legur dvali. Dvali er ekki venjulegur svefn, og ekki heldur óslitinn svefn. Meðan dvalinn varir tekur hann háttbundnum breytingum líkt og svefn og vaka mannsins, sem skiptast á með reglulegu millibili án tillits til þess hvað hann gerir. Þegar dýr leggst í dvala, er það fyrst í dái í nokkra daga, vaknar svo, fellur aftur í dá lengri tíma en áður, vaknar aftur, fellur enn í dá lengur en áður og heldur þannig áfram að lengja dvalann unz hann er orðinn tvær til þrjár vikur; þá fer hann að styttast á ný unz dýrið vaknar að fullu. í dvalanum lækkar líkamshiti dýrsins mikið og það ber öll einkenni djúps dá- svefns. Mjög er það misjafnt hve auðvelt er að vekja dýr af dvala með því að ýta við því eða hrista það: stundum er mjög auð- velt að vekja það, í annan tíma mjög erfitt, jafnvel þó að öll ytri og innri merki um dýpt dásvefnsins og líkamshitinn sé hinn sami í bæði skiptin. Þegar þessi „dýpt“ dvalans er rannsökuð, kemttr í ljós að hún er einnig háttbundin, sem virðist benda til þess að dýrið ýmist sofi eða vaki í dvalan- um, enda þótt ekki sjáist nein ytri merki um það (þess ber þó að geta, að rannsókn- ir á þessu eru enn mjög skammt á veg komnar). Dvalinn er ein þeirra fáu náttúrlegu að- ferða sem sum spendýr hafa til að hægja mjög á sérhverju mælanlegu ferli í líkama sínum. Sem dæmi um það hve líffærastarf- semin getur orðið hægfara má nefna, að hjartaslög íkornans, sem eru 360 á mínútu (sex á sekúndu) í eðlilegu ástandi, geta komizt niður í þrjú á mínútu (eitt á hverj- um tuttugu sekúndum) í dvala. Við þessa hægu líffærastarfsemi dregur svo mjög úr efnaskiptum h'kamans, að dýrið kemst af nteð allt að hundrað sinnttm minni næringu 405

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.