Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 85
UMSAGNIK UM BÆKUR Það er hverri þjóð kappsmál, að listaverk hennar komist óskemmd að augum og eyr- um erlendra neytenda; hingað til hefur lít- ið verið unnið að slíku markvisst af hálfu okkar Islendinga, þess vegna fögnum við því, ef aðrir leggja okkur lið á þessu sviði. Það væri æskilegt, að menningarsjóður eða eitthvað annað íslenzkt útgáfufyrirtæki legði í vandaða útgáfu íslenzkra úrvalsrita á erlendum málum, ensku eða þýzku; í Danmörku hefur forlagið E. Munksgaard gefið út vandaðar ljósprentanir af íslenzk- um miðaldaritum, og vafalaust ekki tapað á fyrirtækinu. Hér hefur komið út ágæt ljósprentun Islendingabókar, sem Jón Jó- hannesson prófessor annaðist, og sannar hún, að hér eru til öll tæki til slíkrar út- gáfu. Utgáfa Skarðárbókar Landnámu, sem Jakob Benediktsson sá um, er einnig hin vandaðasta. Islenzk rit eiga auðvitað að vera bezt út gefin á Islandi, en okkur ber að styðja þá starfsemi, sem okkur er til nytja á þessu sviði erlendis. Gunnlaugs saga hefur hlotið einna mest- ar vinsældir íslenzkra fornsagna erlendis. Hún hefur verið þýdd á flestar tungur, oft- ast gefin út og er víða notuð sem handbók við íslenzkukennslu. Orsakir þessa eru aug- ljósar þeim, sem þekkja íslendinga sögur til hlítar, en vinsældir sögunnar hafa valdið því, að hún varð fyrir vali sem fyrsta bók hinnar nýju útgáfu. Peter Foote ritar for- mála að sögunni, gerir þar grein fyrir upp- hafi íslenzkrar sagnaritunar, heimildum höfundar og fyrirmyndum að sögunni, með- ferð hans á efninu, skáldskap hans og list- sköpun. Eins og honum var skylt byggir hann að miklu leyti á útgáfu Sigurðar Nor- dals (íslenzk fornrit III., Rvík 1938), en getur einnig þess, sem síðar hefur komið fram um söguna, m. a. ritgerðar Bjama Einarssonar: Bardaginn á Dinganesi, Nor- dæla 1956. Hér er engu að síður um sjálf- stætt verk að ræða, en hvorki endursögn né þýðingu. Neðanmáls fylgja texta rækilegar skýringar og að bókarlokum eru skýringar fræðiheita, skýrð hugtök eins og Alþingi, berserkur, goði, lögsögumaður o. fl. Þessi bók verður tvímælalaust til þess að leið- rétta margs konar firrur erlendra manna um íslenzkar fornsögur. Það er ekki vansalaust fyrir okkur, að margar beztu vísindaútgáfur á verk- um Islendinga og mörg beztu rit um ís- lenzk fræði skuli enn í dag vera unnin og út gefin erlendis, að betur skuli unnið á ýmsum sviðum íslenzkra fræða í Kaup- mannahöfn og Englandi en hér heima; eng- in hérlend útgáfa stenzt samanburð við Bibliotheca Arnamagnæana, handritaútgáfu E. Munksgaards, á ensku og dönsku eru til miklu betri rit um íslenzkar bókmenntir fornar en á íslenzku svo að dæmi séu nefnd. Það eru gefin út ógrynni prentaðs ntáls hér heima, en það er ekki hægt að gefa hér út nauðsynlegustu heimildir íslenzkrar sögu eða vinna hér að vísindalegum textaútgáf- um sökuni féleysis. Þetta er nöturleg stað- reynd, sem mun kreppa því harðar að ís- lenzkum fræðimönnum sem árin líða. Hin fyrirhugaða útgáfa Nelsons á íslenzkum rit- um er allra þakka verð, en hún er ögrun við okkur íslendinga, athafna- og sinnu- leysið hér heima. Björn Þorsteinsson. 419
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.