Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAtl Eyrbyggja saga útgefandi: The University of Nebraska Press, 1959 and the American Scandinavian Foundation; þýðandi Paul Schach; L. M. Hollander þýðir kvæðin og ritar formála. Asíðasta ári kom út í Bandaríkjunum ný, vönduð þýðing af Eyrbyggju, og hafa tveir prófessorar þar í landi annazt hana. Lee M. Hollander er prófessor í ger- mönskum fræðum við háskólann í Texas og kunnur íslenzkum fræðimönnum m. a. af þýðingum á Eddukvæðum og dróttkvæðum. fornskálda. Að þessu sinni kemur hann enn fram sem ljóðaþýðandi. Mjög eru skiptar skoðanir á heimildagildi eða sannfræði ís- lendinga sagna, eins og kunnugt er, en allir eru þó á einu máli um það, að Eyrbyggja geyrni margt fornra minna. Vísur hennar eru margar fornlegar, og enginn hefur gerzt svo djarfur að ætla þær yfirleitt til orönar á annan liátt en sagan greinir. Siðustu 600 ár hafa fæstir lesið þennan skáldskap sér til teljandi yndisauka, en lofað honum að fljóta með sögunni og eiga fyrir það skyld- ar þakkir. Þýðingar slíkra kvæða á erlend mál eru miklum erfiðleikum bundnar, og ég er alls ekki dómbær um verk L. M. Hol- landers, þýðingar hans á vísum Eyrbyggju, en skal tilfæra hér eitt dæmi, 35. vísu. Böð varð í Bitru, bráð hygg þar fengu görvi gnógs styrjar gjóðum sigrfljóða; lágu lífs vanir leiðendr hafreiðar þrír fyr þrekstæri; þar fekk hrafn væri. Battle was in Bitra; bounteous food gave there the brisk battle-lord to birds-of-valkyries.1 Of life reft lay there leaders-of-seasteeds,2 vikings three, by victor vanquished. He ravens battened. I útgáfu ísienzka fornritafélagsins IV. b. bls. 168 er þessi vísa skýrð á þennan hátt: „Orusta varð í Bitru; ég hygg, að hermað- urinn hafi veitt liræfuglunum þar nóga bráð; þrír víkingar lágu lífi sviptir fyrir hinum dáðríka manni; þar fekk lirafn æti.“ Þýðing W. Morris á sömu vísu: Fight fell there in Bitter; The rnaker of stir meseents For the ehoughs of the war-maidens Brought honte the quarry. Three leaders of sea-wain Lay life-void before him, The fanner of fight-pith. There Raven gat resting. L. M. Hollander fylgir dyggilega efni vísnanna og háttum; mál hans virðist Ijóst og auðskilið, en ég hef ekki vit á því, hvort þýðingar hans hafa skáldskapargildi; þær eru mér hugþekkari en margar aðrar þýð- ingar íslenzkra fomkvæða, sem ég hef lesið. Fyrir fáurn árum dvaldist Paul Schach hér á landi nokkrar vikur að sumri, ferðað- ist unt slóðir Eyrbyggju og var um skeið á Helgafelli. Hann er prófessor í germönsk- um fræðum við háskólann í Nebraska og vel að sér f íslenzkri tungu. Árið 1892 kom út ensk þýðing á Eyrbyggju eftir enska skáldið W. Morris og Eirík Magnússon (Saga I.ibrary, Vol. II.) Þeim þótti ekki sæma að þýða íslendinga sögur á nútíma mál og fyrntu stíl sinn. Ilvernig sem sú þýðing hefur þótt takast á sínum tíma, þá eru erlendir þýðendur nú yfirleitt fallnir frá því að snara íslenzkum fornsögum á 1 Kenning for ,raven‘; 2 Kenning for ,warriors‘. 420

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.